Þrátt fyrir slagveður mættu 18 Fjallafreyjur að Kænunni í dag. Gengið var um götur bæjarins þar sem skjól var að fá og okkur til happs rigndi sáralítið á meðan á göngunni stóð. Hitinn bara hækkaði svo við vorum vel heitar þegar við mættum í afmælið hennar Ingibjargar, þar sem 7 bættust svo í hópinn. Ingibjörg og Gummi ásamt dætrum tóku aldeilis vel á móti okkur eins og þeim einum er lagið. Fínar veitingar (okkur finnst svoo gott að borða :) ) og svo var sungið og spilað á gítar. Virkilega gaman. Kæra fjöldskylda, innilegar þakkir fyrir skemmtilega stund og flottar móttökur.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli