22 september 2016

Mosfellshringur

Næsta laugardag göngum við stóran hring í Mosfellsbæ.
Lagt af stað frá Varmárskóla, gengið upp með Köldukvísl og meðfram Helgafelli, upp Æsustaðafjall og Reykjafjall og þaðan niður í Sumarkinn, þar sem við fáum okkur nesti.
Síðan haldið niður með Varmá og gegnum Álafosskvos.
Hækkun ca 250 m í áföngum.
Ca 15 km. 4-5 tímar.
Nesti, hálfsdagsferð.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20
Sigga
Á góðum degi í Sumarkinn

Séð yfir Álfosskvos og Úlfarsfell

Engin ummæli:

Skrifa ummæli