24 september 2016

Haust í Mosó

Það var fallegt haust veður þegar 12 Freyjur og 1 Freyr lagði upp í göngu frá Varmárskóla í Mosó.
Gengin falleg leið upp með Köldukvísl og meðfram Helgafellinu upp í Skammadal.
Þar var tekin ákvörðun um að stytta gönguleiðina þar sem farið var að rigna nokkuð hressilega. Það var því gengið meðfram Reykjafjallinu, í stað þess að ganga yfir það.
Síðan sá leið eftir fallegum göngustíg niður með Varmánni og í gengnum Álafosskvosina. Nestið var snætt undir þaki við Dælustöðina.
Þegar komið var á bílastæðið við Varmárskóla var sólin að brjótast framúr skýjunum og regnboginn blasti við.
Góður en nokkuð blautur göngdagur, rúmir 11 km og tók þrjá og hálfan tíma.
Sigga
Hópurinn við upphafsstað
Skrifa myndatexta
Það voru margar brýr á vegi okkar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli