Næsta þriðjudag frá Kaldárseli kl. 17.30.
Vala
31 ágúst 2014
30 ágúst 2014
Glymsbrekkur
Í hlýju og lygnu veðri, en vægri úrkomu gengu 13 Fjallafreyjur og -fákar upp með Glym vestanverðum. Farið var niður um Þvottahelli og síðan upp Glymsbrekkur. Ekki sést fossinn allur á þessari leið, en eigi að síður er hún mjög falleg og göngufólk vel meðvitað um návist fossins. Mikið og gott útsýni er þarna, bæði yfir Glymsgilið, inn Botnsdalinn og út Hvalfjörðinn, ekki sáum við þó hæstu toppa. Þegar við komum upp á brún, var eins og við manninn mælt það stytti upp og kom sólarglæta, klukkan var rúmlega 12 og allir orðnir svangir, svo ekki var beðið boðanna með að bjarga því við. Til baka var svo haldið eftir gamalli vegarslóð um Svartahrygg og aðeins kíkt á hið fallega Bæjargil ofan við Stóra Botn. Gangan tók 4 klst og var 8 km löng, hækkun um 240 m.
Vala
Vala
28 ágúst 2014
Glymur í Botnsdal
Næsta laugardag verður gengið upp með Glym. Farnar verða Glymsbrekkur vestan við fossinn, ekki verður farið yfir ána. Falleg leið en á köflum seinfarin. Til baka verður síðan farið um Svartahrygg. Þetta er um 8 km hringur og um 240 m hækkun. Hálfsdagsferð, nesti.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða Krónuna í Mosó kl. 9.20.
Vala
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða Krónuna í Mosó kl. 9.20.
Vala
23 ágúst 2014
Stóra Skógfellið
Aðeins 5 mættu í dag til göngu á Stóra Skógfellið. Gengið var frá Arnarsetri við Grindavíkurveg, gígum sem að mestu eru horfnir eftir efnistöku, eftir slóð í mjög fallegu hrauni. Af kolli fellsins í 189 m.y.s. er mjög víðsýnt og okkur til ánægju var mjög gott skyggni og milt og gott veður. Til baka var svo haldið eftir annarri slóð í hrauninu. Gangan var 5,5 km og tók 2,45 klst., en mikið var af berjum og hægðu þau og útsýnið nokkuð för, enda enginn að flýta sér og um að gera að njóta útiverunnar.
Vala
Vala
21 ágúst 2014
Stóra Skógfell
Næsta laugardag verður gengið á Stóra Skógfell 188 m.y.s. Farið frá Grindavíkurvegi að Arnarsetri og þaðan gengin falleg en gróf hraunslóð að fellinu. Af fellinu eru mjög víðsýnt. Ætla má að ferðin í heild sinni taki um 3-4 klst. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9. Nesti.
Vala
Vala
18 ágúst 2014
Helgarferð í Húnaþing vestra
Velheppnaðri helgarferð í Húnaþing vestra er lokið
Það skiptust á skin og skúrir í veðri en endaði í bongóblíðu.
Ýmislegt var í boði, gönguferð á Káraborg í heldur hryssingslegu veðri, kaffihúsarölt og safnarölt á Hvammstanga, grillhátíð og kvöldvaka í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugabakka, öku-og gönguferð um Vatnsnesið, en fyrst voru Kolugljúfrin skoðuð, stórkostlega falleg, farið í Borgarvirki, þaðan sem útsýnið var frábært, gengið niður að Hvítserk, sem stendur alltaf fyrir sínu. Að endingu var farið niður að Illugastöðum, þar sem gengið var eftir fallegri ströndinni og selalátur skoðuð.
Þar kvaddist hópurinn eftir frábæra samveru og eftirminnilega ferð.
Hafið kæra þökk fyrir ferðanefndin; María, Sigga og Vala , sem skipulögðu þessa skemmtilegu ferð.
Sigga.
Það skiptust á skin og skúrir í veðri en endaði í bongóblíðu.
Ýmislegt var í boði, gönguferð á Káraborg í heldur hryssingslegu veðri, kaffihúsarölt og safnarölt á Hvammstanga, grillhátíð og kvöldvaka í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugabakka, öku-og gönguferð um Vatnsnesið, en fyrst voru Kolugljúfrin skoðuð, stórkostlega falleg, farið í Borgarvirki, þaðan sem útsýnið var frábært, gengið niður að Hvítserk, sem stendur alltaf fyrir sínu. Að endingu var farið niður að Illugastöðum, þar sem gengið var eftir fallegri ströndinni og selalátur skoðuð.
Þar kvaddist hópurinn eftir frábæra samveru og eftirminnilega ferð.
Hafið kæra þökk fyrir ferðanefndin; María, Sigga og Vala , sem skipulögðu þessa skemmtilegu ferð.
Sigga.
Í Borgarvirki |
14 ágúst 2014
Húnaþing vestra
Þá er komið að árlegri helgarferð Fjallafreyja og -fáka. Mæting að Laugarbakka, Miðfirði föstudag eftir kl. 18.00, en dagskráin hefst kl. 21.00 með því að María flytur okkur fróðleik um svæðið. Á laugardeginum verður gengið á Káraborg og síðan gengið um á Hvammstanga og eitt og annað skoðað þar og að sjálfsögðu grill og gaman um kvöldið. Á sunnudeginum verður ekið og gengið um ýmsa merkisstaði á Vatnsnesi.
Vala09 ágúst 2014
Fegurð
Ekki ná orð yfir alla þá fegurð sem við blasti í dag. Gengið var frá Ölkelduhálsi, fyrir Álftatjörn, yfir Kyllisfell og síðan var farið niður að Kattartjörnum og hringnum lokað aftur við Ölkelduhálsinn, um 11,5 km á 4 1/2 klst. Mjög víðsýnt er af þessari gönguleið, Þingvallavatnið fagurblátt og fjöllin allt í kring mjög greinileg, t.d. sáum við inn á Langjökul, Hekluna í austri, dalina við Hveragerði og Vestmannaeyjar, litríka sjóðheita hveri og fagrar tjarnir, svo eitthvað sé nefnt. Veður var með miklum ágætum og 16 mættu.
Vala
Vala
07 ágúst 2014
Ölkelduháls
Næsta laugardag gerum við 3. tilraun við Ölkelduhálsinn, en í síðustu 2 skiptin voru þoka og regn á Hellisheiðinni.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Nesti, hálfsdagsferð.
Sigga
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Nesti, hálfsdagsferð.
Sigga
05 ágúst 2014
04 ágúst 2014
Dulatjarnir
8 Fjallafreyjur gengu í ljúfu veðri frá Reykjanesbraut slóðann niður að Lónakoti og síðan vestur að Dulatjörnum og Dulaklettum. Frá þúfunni Dulu sem var mið fiskimanna á árum áður héldum við til baka að rústum Lónakots þar sem við drukkum kaffi og nutum útsýnisins, þaðan fórum við svo að Lónakotsvatnagörðum og komum við í Vatnagarðahelli, vetrarhelli Lónakotsbænda. Herma munnmæli að þar hafi verið bruggaður göróttur drykkur á bannárunum. Vatnagarðarnir eru geysilega fallegt svæði og nutu tjarnirnar sín mjög vel þar sem hásjávað var, en það gætir sjávarfalla í tjörnunum. Mikið var af krækiberjum og gróðurinn allur í miklum blóma, stór burknastóð í gjótum. Við gáfum okkur góðan tíma til að skoða og njóta og tók ferðin 3 klst. Þegar að bílunum var komið fór að rigna, svo heppnin var aldeilis með okkur.
Vala
Vala
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)