16 september 2017

Hrauntunguskógur

Þar sem veðurspáin boðaði slagveðursrigningu á Þórustaðastíg var samþykkt á plani uppástunga um að fara heldur í skjólið í Hrauntunguskógi, þar átti líka að vera mikið minni rigning.  Svo reyndist vera, aðeins dropar í lofti og skjólið gott þrátt fyrir mikinn þyt í trjánum.  Við okkur blasti mikil litadýrð og þótti okkur gaman að troðast um þröngar sprungur og bara njóta þess sem náttúran bauð uppá.  Tók gangan með nestisstoppi um 2 klst.  5 voru mætt.
Vala


Engin ummæli:

Skrifa ummæli