09 september 2017

Friður og fegurð.

14 Fjallafreyjur hófu göngu dagsins frá Lágafellskirkju í yndislegu haustveðri. Gengið var áleiðis að Hafravatni, sem var spegilslétt og fallegt. Gengum uppá Lala, sem er 245 mys og fram á brúnir Hafrahlíðar. Þaðan var útsýnið fagurt og frítt í allar áttir. Þar sem veðrið var svo gott og enginn að flýta sér lengdum við gönguna aðeins og gengum uppá Reykjaborg, 288 mys. Þar var ný sjónskífa sem var vel stúderuð. Göngu lauk síðan við Lágafellskirkju 4 og hálfum tíma seinna og vegalengdin var ca. 14 km.
Góður dagur með góðum göngufélugum.
Á Hafrahlíð, Hafravatn í baksýn
Á Lala

Á Reykjaborg


Engin ummæli:

Skrifa ummæli