23 september 2017

Gráhelluhraun

Þrátt fyrir óspennandi veður mættu 8 til göngu í Gráhelluhrauninu.  Haft var á orði hvað við fyndum lítið fyrir veðrinu, þó rigndi allan tímann, en vindur var minni en búist var við.  Genginn var hringur eftir göngustíg og reiðstíg.  Dáðumst að litum haustsins, skoðuðum minnismerki um skógræktarfrömuði, tóftir fjárskjóls við Gráhellu og gamla vatnsból Hafnfirðinga.  Nutum svo nestisins í útikennslustofu í einu rjóðrinu, en þar eru bekkir og þak yfir sem kom sér vel því þegar við sátum þarna herti hressilega á regninu.  Gangan með nestisstundinni tók 1 1/2 tíma.
Vala

Við minnisvarða skógræktarfrömuða

Engin ummæli:

Skrifa ummæli