06 maí 2017

Dásamlegur dagur

Ókum úr þokunni í Hafnarfirði upp fyrir Gunnarshólma þar sem gangan hófst.  Þarna var sól og blíða, himininn alveg heiður og logn.  Gengið var með Hólmsánni að Nátthagavatni og þaðan að kröftugum fossum Fossvallaár.  Gáfum okkur góðan tima til að njóta stórglæsilegra fossanna.  Til baka fórum við með brúnum Elliðakotsbrekkna og síðan eftir veginum í gegnum byggðina.  Gangan reyndist 8,6 km og tók 3,45 klst.  11 mættu til göngu.
Vala


Engin ummæli:

Skrifa ummæli