20 maí 2017

Akrafjallið

Akrafjallið og umhverfi þess skartaði sínu fegursta í dag.  Sól skein í heiði, ekki ský á himni og vindur hægur, í byrjun var þoka með ströndinni og inn Hvalfjörðin og sveipaði hún umhverfi sitt dulúð.  Þegar þokan var horfin blasti við okkur þvílík fegurð, skjannahvítir kollar jöklanna báru við bláan himininn.  Gengið var upp frá Fellsenda og uppá Bungu, þaðan horfðum við yfir Háahnúk, Berjadal og Geirmundartind svo þekktustu kennileiti séu nefnd.  Við nutum þess að vera til og horfa á náttúruna.  Gangan reyndist 9,6 km og tók 4 1/2 klst.  14 tóku þátt.
Vala


Engin ummæli:

Skrifa ummæli