Göngur í Heiðmörk og við Hvaleyrarvatn hefjast næsta mánudag.
Sjá gönguáætlun.
Sigga
28 maí 2017
27 maí 2017
Leirvogsá-Þverárkotsháls
17 voru mættir í þessa líka fínu göngu í dag. Veðrið lék við okkur, hlýtt og gott þótt smá skúrir hafi komið í lokin. Yndisfögur leið upp með Leirvogsánni og útsýnið fagurt af Þverárkotshálsinum.(194 m)
Gangan tók 4 tíma og var rúmlega 10 km.
Takk fyrir góðan dag :)
Sigga
Gangan tók 4 tíma og var rúmlega 10 km.
Takk fyrir góðan dag :)
Sigga
25 maí 2017
Varmidalur-Þverárkotsháls
Næsta laugardag verður gengin falleg gönguleið upp með Leirvogsá frá Varmadal og að Þverárkotshálsi í Mosó. Gangan er 9-10 km og tekur 3 tíma.
Nesti og VAÐSKÓR.
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Sigga
Nesti og VAÐSKÓR.
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Sigga
20 maí 2017
Akrafjallið
Akrafjallið og umhverfi þess skartaði sínu fegursta í dag. Sól skein í heiði, ekki ský á himni og vindur hægur, í byrjun var þoka með ströndinni og inn Hvalfjörðin og sveipaði hún umhverfi sitt dulúð. Þegar þokan var horfin blasti við okkur þvílík fegurð, skjannahvítir kollar jöklanna báru við bláan himininn. Gengið var upp frá Fellsenda og uppá Bungu, þaðan horfðum við yfir Háahnúk, Berjadal og Geirmundartind svo þekktustu kennileiti séu nefnd. Við nutum þess að vera til og horfa á náttúruna. Gangan reyndist 9,6 km og tók 4 1/2 klst. 14 tóku þátt.
Vala
Vala
18 maí 2017
Akrafjall frá Fellsenda
Gengið upp þægilegan veg frá austurenda fjallsins á Bungu (572 mys). Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9.20. Hálfsdagsferð.
Vala
Vala
13 maí 2017
Regn og sól
Það voru 18 sem mættu í göngu dagsins frá Grafarvogskirkju og að Reynisvatni.
Smá rigning var í fyrstu en svo kom sólin fram úr skýjunum og yljaði okkur vel.
Genginn var rúmlega 10 km hringur í fallegu umhverfi Grafarholtsins og Reynisvatnsins og tók gangan tæpa 3 klst. með smá nestisstoppi. Eftir göngu var haldið í Hafnarfjörðinn þar sem okkur var boðið uppá dýrindis súpu og köku í eftirrétt hjá Ólu.
Takk fyrir okkur elsku Óla.
Sigga
Smá rigning var í fyrstu en svo kom sólin fram úr skýjunum og yljaði okkur vel.
Genginn var rúmlega 10 km hringur í fallegu umhverfi Grafarholtsins og Reynisvatnsins og tók gangan tæpa 3 klst. með smá nestisstoppi. Eftir göngu var haldið í Hafnarfjörðinn þar sem okkur var boðið uppá dýrindis súpu og köku í eftirrétt hjá Ólu.
Takk fyrir okkur elsku Óla.
Sigga
11 maí 2017
Grafarvogur-Reynislvatn
Næsta laugardag göngum við 10-11 km. hring frá Grafarvogskirkju, um Grafarholtið og kringum Reynisvatn, ca 3 klst. Hafa með sér léttan nestisbita. Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Grafarvogskirkju kl. 9:15,
Veðurspáin er þokkalega góð.
Sigga
Veðurspáin er þokkalega góð.
Sigga
10 maí 2017
06 maí 2017
Dásamlegur dagur
Ókum úr þokunni í Hafnarfirði upp fyrir Gunnarshólma þar sem gangan hófst. Þarna var sól og blíða, himininn alveg heiður og logn. Gengið var með Hólmsánni að Nátthagavatni og þaðan að kröftugum fossum Fossvallaár. Gáfum okkur góðan tima til að njóta stórglæsilegra fossanna. Til baka fórum við með brúnum Elliðakotsbrekkna og síðan eftir veginum í gegnum byggðina. Gangan reyndist 8,6 km og tók 3,45 klst. 11 mættu til göngu.
Vala
Vala
04 maí 2017
Hólmsá
Næsta laugardag verður gengið með efsta hluta Hólmsár að Nátthagavatni í Lækjarbotnum 7-8 km hringur. Mjög skemmtilegt svæði. Ætla má að gangan taki góða 3 tíma, en það er vel þess virði að gefa sér þann tíma svo hægt sé að ganga að kröftugum fossum sem þarna eru. Verið í góðum skóm þar sem gönguland er á köflum þýft og grýtt og jarðvegur víða blautur núna. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
Vala
Fossvallaá |
Nátthagavatn |
02 maí 2017
Blautt
Við vorum 5 sem létum vaða á Helgafellið í roki og rigningu, en ca 10°C. Undanfarinn okkar sagði vindinn mjög kröftugan á efsta hlutanum þannig að snúið var við þegar að þeim kafla kom. Það sem þetta var hressandi og við kát að göngu lokinni.
Vala
Vala
01 maí 2017
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)