Laugardaginn kemur verður farið í Selatanga, gengið er frá bílastæði nokkru neðan við Suðurstrandarveg. Á Selatöngum var verstöð frá miðöldum til 1884, þar eru fiskbyrgi og rústir verbúða hlaðnar úr hraungrýti. Vestan við áðurnefnt bílastæði eru Katlar/Borgir, þar eru stórkostlegar hraunmyndarnir og legg ég til að við gefum okkur tíma til að skoða þær líka ef veður leyfir. Ætla má að ferðin taki í heild sinni ca 4 klst., fer þó eftir því hvað við gefum okkur góðan tíma til að skoða, en þetta er ekki mikil ganga.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 10. Nesti.
Vala
29 september 2016
24 september 2016
Haust í Mosó
Það var fallegt haust veður þegar 12 Freyjur og 1 Freyr lagði upp í göngu frá Varmárskóla í Mosó.
Gengin falleg leið upp með Köldukvísl og meðfram Helgafellinu upp í Skammadal.
Þar var tekin ákvörðun um að stytta gönguleiðina þar sem farið var að rigna nokkuð hressilega. Það var því gengið meðfram Reykjafjallinu, í stað þess að ganga yfir það.
Síðan sá leið eftir fallegum göngustíg niður með Varmánni og í gengnum Álafosskvosina. Nestið var snætt undir þaki við Dælustöðina.
Þegar komið var á bílastæðið við Varmárskóla var sólin að brjótast framúr skýjunum og regnboginn blasti við.
Góður en nokkuð blautur göngdagur, rúmir 11 km og tók þrjá og hálfan tíma.
Sigga
Gengin falleg leið upp með Köldukvísl og meðfram Helgafellinu upp í Skammadal.
Þar var tekin ákvörðun um að stytta gönguleiðina þar sem farið var að rigna nokkuð hressilega. Það var því gengið meðfram Reykjafjallinu, í stað þess að ganga yfir það.
Síðan sá leið eftir fallegum göngustíg niður með Varmánni og í gengnum Álafosskvosina. Nestið var snætt undir þaki við Dælustöðina.
Þegar komið var á bílastæðið við Varmárskóla var sólin að brjótast framúr skýjunum og regnboginn blasti við.
Góður en nokkuð blautur göngdagur, rúmir 11 km og tók þrjá og hálfan tíma.
Sigga
Hópurinn við upphafsstað |
Skrifa myndatexta |
Það voru margar brýr á vegi okkar |
22 september 2016
Mosfellshringur
Næsta laugardag göngum við stóran hring í Mosfellsbæ.
Lagt af stað frá Varmárskóla, gengið upp með Köldukvísl og meðfram Helgafelli, upp Æsustaðafjall og Reykjafjall og þaðan niður í Sumarkinn, þar sem við fáum okkur nesti.
Síðan haldið niður með Varmá og gegnum Álafosskvos.
Hækkun ca 250 m í áföngum.
Ca 15 km. 4-5 tímar.
Nesti, hálfsdagsferð.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20
Sigga
Lagt af stað frá Varmárskóla, gengið upp með Köldukvísl og meðfram Helgafelli, upp Æsustaðafjall og Reykjafjall og þaðan niður í Sumarkinn, þar sem við fáum okkur nesti.
Síðan haldið niður með Varmá og gegnum Álafosskvos.
Hækkun ca 250 m í áföngum.
Ca 15 km. 4-5 tímar.
Nesti, hálfsdagsferð.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20
Sigga
Á góðum degi í Sumarkinn |
Séð yfir Álfosskvos og Úlfarsfell |
17 september 2016
Fegurð haustsins
9 Fjallafreyjur nutu fegurðar haustsins á göngu um skógræktarreiti félagasamtaka í Klifsholtum. Gengum á Smyrlabúð, en þar er mjög gott útsýni. Veður var mjög gott, lyngt og hlýtt en lítilsháttar úrkoma og jörðin blaut og frekar hál. Eftir tæplega 2 klst. göngu settumst við í reit Lionsklúbbs Hafnarfjarðar og fengum okkur nestið, en þar eru borð og bekkir eins og í fleiri reitum þarna.
Vala
Vala
Svava myndaði hópinn. |
15 september 2016
Klifsholt
Næsta laugardag göngum við um Klifsholtin og lítum á skógræktarreiti ýmissa félagasamtaka.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9. Nesti.
Vala
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9. Nesti.
Vala
10 september 2016
Tröllafoss
Vegna veðurútlits var ákveðið að hafa gönguna styttri og nota plan B. Gengið var með stórfenglegu gljúfri Leirvogsár að Tröllafossi. Horfðum við að Stardalshnúkunum og vorum sammála um að þangað vildum við fara einhvern daginn. Gáfum við okkur góðan tíma til að njóta náttúrunnar og berjanna. Veður var hið ágætasta en ekki mátti tæpara standa því þegar við komum að bílnum fór að rigna. Ljúf ganga sem tók um 2 1/2 klst og mældist 5,2 km. 3 mættar í dag.
Vala
Vala
08 september 2016
Stardalshnúkur
06 september 2016
Helgafellið
4 kátar freyjur gengu á Helgafellið í flottu veðri, 13°C og léttskýjað. Útsýnið meiriháttar og birtan mjög flott, farið er að bera á haustlitum og fallegt að horfa yfir t.d. Sléttuhlíðina.
Þetta var síðasta Helgafellsgangan hjá Fjallafreyjum þetta árið.
Vala
Þetta var síðasta Helgafellsgangan hjá Fjallafreyjum þetta árið.
Vala
05 september 2016
03 september 2016
Grafarvogur-Reynisvatn-Grafarholt.
Það var fámennt í göngu dagsins, en 3 vaskar Freyjur mættu.
Stillilogn og spegilsléttur Vogurinn tók á móti okkur. Haustlitirnir byrjaðir að sjást, dásamlegt útsýnið. Lengdum gönguna aðeins. Gengum frá Grafarvogskirkju, inn í Grafarholtið að Reynisvatni og í kringum það og svo aftur til baka norðanmeginn.
Rúmir 10 km og tók tvo og hálfan tíma með nesti.
Sigga
Ps. Nú er formlegum síðdegisgöngum lokið.
Stillilogn og spegilsléttur Vogurinn tók á móti okkur. Haustlitirnir byrjaðir að sjást, dásamlegt útsýnið. Lengdum gönguna aðeins. Gengum frá Grafarvogskirkju, inn í Grafarholtið að Reynisvatni og í kringum það og svo aftur til baka norðanmeginn.
Rúmir 10 km og tók tvo og hálfan tíma með nesti.
Sigga
Ps. Nú er formlegum síðdegisgöngum lokið.
02 september 2016
01 september 2016
Grafarvogshringur
Næsta laugardag göngum við hring um Grafarvoginn.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9, eða við Grafarvogskirkju kl. 9:15.
Tekur ca 2 tíma
Nesti
Sigga
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9, eða við Grafarvogskirkju kl. 9:15.
Tekur ca 2 tíma
Nesti
Sigga
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)