30 júlí 2016

Sól og blíða

Frábært veður hjá okkur í dag, sól, hægviðri og heiðskírt.  Getur ekki verið betra.  Við vorum 8 sem mættum og gengum meðfram Undirhlíðunum að gígunum.  Virtum þá vel fyrir okkur áður en snúið var til baka.  Á bakaleiðinni litum við á Skólalund, en þar var skuggi yfir og svalt og enn lá dögg á jörðu.  Segja má að betra sé að heimsækja Undirhlíðarnar eftir hádegi á sólardögum, því tré eru orðin mjög hávaxinn og skógurinn þéttur.  Kaffið drukkum við á sólríkum stað rétt við lundinn.

Minni svo á Heiðmörk á mánudag kl. 17 og Helgafell á þriðjudag kl. 17.30.

Vala


Engin ummæli:

Skrifa ummæli