23 júlí 2016

Þjórsárdalurinn fagri

Það var fallegur dagur í dag í Þjórsárdalnum. Veður stillt og bjart og fagur fjallahringurinn.
Byrjuðum á að skoða bæinn á Stöng, sem fór í eyði  við eldgosið í Heklu 1104, en þá fóru 40 jarði í eyði í Þjórsárdalnum og nágrenni. Bærinn var svo grafinn upp og endurbyggður árið 1939.
Gangan upp fjallið var auðveld og þægileg, ca 300 m hækkun, fyrir utan nokkuð bratt gil sem við hálf skriðum upp.
Fórum á hæst punkt, 451 m og gengu eftir Stangarfjalli endilöngu og sáum heim að Háafossi.
Gengu síðan niður í hina undurfögu Gjá, sem heillar alltaf.
Siðan var Hjálparfossinn heimsóttur, hann alltaf jafn tilkomumikill.
Að endingu buðu Magga og Viggó í kaffi og brúnköku á Stöðlfelli :)
Stórfínn dagur, í góðum félagsskap en 7 mættu í dag.
Gengnir voru 11 km. á tæpum 5 tímum með 2 nestisstoppum.
Sigga

Engin ummæli:

Skrifa ummæli