Ökum að Stöng og skoðum gömlu húsin þar, göngum á Stangarfjall, sem er þægileg ganga og hækkun ca 300 m. Þaðan förum við að Gjánni, þeirri fögru náttúrusmíð. Að lokum skoðum við hinn fallega Hjálparfoss.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9, eða við Rauðavatn kl. 9:15. Nesti og dagsferð.
Ég hitti ykkur við afleggjarann á leið inn að Árnesi.
Sigga
Gjáin í Þjórsárdal, Stangarfjall í baksýn. |
Hjálparfoss |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli