05 júlí 2015

Vörðufell

Í dásemdarveðri gengum við 20 Fjallafreyjur og Fákar á Vörðufellið. Landslag fjallsins er fjölbreytt og fallegt með fallegu vatni; Úlfsvatni i miðju og djúpu gili sem skerst inn i fjallið. Útsýnið var dásamlegt til allra átta.
Genginn var 12 km hringur og tók gangan 5 klst og 20 mín með 2 nestisstoppum og nokkrum útsýnisstoppum.
Eftir göngu var Ólafsvallarkirkja á Skeiðum skoðuð.
Góður og skemmtilegur dagur.
Sigga
A Vörðufelli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli