Í ljómandi góðu veðri gengu 11 Fjallafreyjur og 1 Fákur á slóðum berklasjúklinga sem dvöldu á Vífilstöðum á árum áður. Gengið var frá gönguhliðinu við Heiðmörk, komið við í Maríuhellum á leið okkar yfir að veginum með Urriðaholtinu, þaðan gengum við Berklastíg, sem var útivistarstígur sjúklinganna, yfir að Vífilstöðum. Þarna er mjög fallegt samspil hrauns og gróðurs. Frá Vífilstöðum var gengið að vatninu og kringum það, síðan héldum við upp Heilsustíginn að vörðunni Gunnhildi. Að komast þangað án þess að hósta upp blóði var merki þess að sjúklingarnir hefðu náð nægum bata til að útskrifast. Þarna eru ýmsar gamlar minjar, vatnstankur fyrir hælið og skotbyrgi frá stríðsárunum, en afar víðsýnt er þarna framan í hæðinni. Aftur var farið niður að spegilsléttu vatninu og þaðan yfir í Heiðmörkina því maginn var farinn að kalla á nestið sem beið í bílnum. Gangan tók um 2 1/2 klst. með kaffinu.
Vala
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
SvaraEyðaGóð ganga með góðum göngufélögum.
SvaraEyðaSigga