25 júlí 2015

Enn einn frábær dagur á göngu.

Það var aldeilis flottur dagurinn í dag þegar gengið var á Melahnúk, bjart, milt og logn megnið af tímanum.  Melahnúkur lætur lítið yfir sér þar sem hann kúrir í skjóli stóra bróður Dýjadalshnúks sem gnæfir yfir, en hann býður þó upp á frábært útsýni og þá sérstaklega flott í svona björtu veðri eins og í dag.  Gengið var upp Þjófaskarð og lækjum fylgt og fossar skoðaðir.  Þegar upp er komið blasir Blikdalurinn við.  Nestis var notið í hlíðum hnúksins og síðan var haldið niður á við og þá farin heldur beinni leið og komið niður skarð rétt hjá bílunum.  Gangan var um 6 km löng með tæplega 500 m hækkun og tók rúmlega 3 1/2 klst.  13 tóku þátt.
Vala



Engin ummæli:

Skrifa ummæli