Næsta laugardag förum við dagsferð í Hrunamannahrepp. Göngum upp frá Galtafelli á Núpstúnskistu og fram á Nípu. Þaðan að Hólahnjúkum, sem eru skemmtilegir stuðalbergshnjúkar. Göngum siðan að Hrepphólakirkju, þar sem undirrituð var skírð, fermd og gift. Eftir það göngum við á láglendi að bílunum aftur. Þetta er ca 200 m hækkun, þægileg ganga og tekur 3-4 tíma.
Síðan er ekið að Flúðum og snætt af Sælkerahlaðborði Farmers Bistro, www.farmersbistro.is sem samanstendur af sveppasúpu, heimabökuðu brauði og gúmmulaði úr héraði.
Veðurspá er milt veður, logn og má búast við smá vætu.
Nesti.
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Ég tek á móti ykkur við afleggjarann heim að Galtafelli.
Sigga
|
Núpstúnskista til vinstri, Hólahnjúkar til hægri |
|
Miðfellsfjall til vinstri, Galtafell fyrir miðju og Núpstúnskista til hægri. Myndin er tekin af Langholtsfjalli |