13 maí 2018

Mosfell og Leirvogsárgljúfur

Hann var ljúfur göngudagurinn okkar á laugardaginn, þegar við 12 lögðum af stað á Mosfellið í Mosfellsdal. Veður milt og gott og sólin fór að skína þegar leið á gönguna. Gengið var á topp Mosfellsins, 282 mys, síðan niður aftur og genginn hringurinn í kringum Mosfellið. Á þeirri leið gengum við meðfram hinum fallegu Leirvogsárgljúfrum, þar sem Leirvogsáin rennur og endar í Leiruvognum. Gangan tók 4 tíma með 2 nestiststoppum og nokkrum útsýnisstoppum og var 9.5 km.
Fallegur dagur í fallegu umhverfi
Sigga
Við Mosfellskirkju

Leirvogsárgljúfur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli