26 maí 2018

Hvaleyrarvatn - Gjár

Veður reyndist mun skaplegra en ætla mátti, hægur vindur og milt, það rigndi látlaust en þó ekki af jafn miklum krafti og reiknað var með.  Gengið var frá Hvaleyrarvatni, meðfram Stórhöfða að "endalokum" Kaldárinnar, alltaf jafn magnað að sjá allt þetta vatn hverfa skyndilega niður í hraunið.  Síðan var farið um Gjárnar og hringnum lokað við vatnið.  Gaman var að fylgjast með líflegu fuglalífinu og sjá hvað gróðurinn er allur að taka við sér, mikil gróðurangan var í lofti.  Tók gangan um 3 1/2 klst og mældist 10 km.  4 mættu.
Vala






Engin ummæli:

Skrifa ummæli