Elsku Alla, innilegar hamingjuóskir með stórafmælið frá Fjallafreyjum.
16 október 2018
11 október 2018
Kænan
Næsta laugardag hefjast Kænugöngurnar og verða þær alla laugardaga til vors. Gengið frá Kænunni kl. 10 í 1 klst. og síðan kaffi og rúnstykki á eftir.
22 september 2018
Úlfarsfell
Á fallegum haustdegi mættu 15 Fjallafreyjur til göngu á Úlfarsfell. Veðrið lék við okkur og útsýnið frábært. Gengnir voru rúmir 6 km og hækkun var um 250 m.
Sigga
Sigga
21 september 2018
Úlfarsfell
Göngum á Úlfarsfell næsta laugardag. Róleg og þægileg uppganga upp frá Hamrahlíðarskógi og niður norðanmegin.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða skógræktina við Hamrahlíð kl. 9:15.
Tekur ca 2 tíma.
Góð veðurspá.
Sigga
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða skógræktina við Hamrahlíð kl. 9:15.
Tekur ca 2 tíma.
Góð veðurspá.
Sigga
Útsýnið af Úlfarsfelli: Helgafell, Móskarðshnjúkar og Skálafell. |
Á góðum degi á toppi Úlfarsfells |
16 september 2018
Þingvallaferð
Veðrið lék við okkur 14 Fjallafreyjur á Þingvöllum í gær. Náttúran skartaði sínu fegurstu litum og vatnið var fagurblátt.
Gengið var meðfram vesturbakka vatnsins, niður á nes þar sem nokkrir sumarbústaðir voru og svo til baka. Gangan var ca 6 km og tók rúma 2 tíma.
Góður dagur með góðum konum.
Sigga
Gengið var meðfram vesturbakka vatnsins, niður á nes þar sem nokkrir sumarbústaðir voru og svo til baka. Gangan var ca 6 km og tók rúma 2 tíma.
Góður dagur með góðum konum.
Sigga
13 september 2018
Haustlitaferð á Þingvöll
Næsta laugardag verður farið til Þingvalla þar sem haustlitirnir skarta sínu fegursta um þetta leytið.
Gengið meðfram Þingvallavatni.
Áætlaður tími 4-5 tímar með nesti og ferðum.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Veðurspáin er góð.
Sigga
Gengið meðfram Þingvallavatni.
Áætlaður tími 4-5 tímar með nesti og ferðum.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Veðurspáin er góð.
Sigga
06 september 2018
Skógarganga
Næsta laugardag verður genginn 8 km hringur frá Borgarstjóraplani í Heiðmörk, góðir stígar og að mestu skjólgott. Nú eru skógarnir óðum að "taka lit" og að verða algjör veisla fyrir augað. Reikna má með 2 1/2 klst í göngu og nesti. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
Vala
03 september 2018
Helgafell
Síðasta ganga Fjallafreyja á Helgafellið þetta árið verður á morgun þriðjudag. Lagt af stað frá Kaldárseli kl. 17.30.
Vala
Vala
01 september 2018
Hrauntunguskógur
Það er alltaf mjög gaman að fara um í Hrauntunguskógi, mikill gróður og fjölbreytt fuglalíf, hraunið puntar nú líka heilmikið uppá. Þarna eru stikaðar leiðir, en samt mjög vandratað. Eingöngu 2 mættu í dag og gengu 3,7 km á 2 klst, en yfirferðin var mjög hæg þar sem margt var að skoða og eins er mjög seinfarið þarna um. Hægt er þó að velja þægilegri leiðir.
Vala
Þorbjarnarstaðaborg og Stórhöfði |
31 ágúst 2018
Plan B
Hrauntunguskógur við Krýsuvíkurveg. Gengið um þennan skemmtilega skóg í eigu Skógræktar ríkisins. Þarna eru ekki stígar en troðnar slóðir í hrauninu, nauðsynlegt að vera í góðum skóm. Gengið verður í u.þ.b. 2 klst. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9
Vala
Vala
Þórustaðastígur
Á morgun laugardag verður gengið frá Vigdísarvöllum eftir stikaðri leið; Þórustaðastíg. Stígur þessi liggur yfir Núpshlíðarháls, meðfram Keili og norður að Þórustöðum í nágrenni Kálfatjarnar. Við munum eingöngu ganga hluta leiðarinnar, þ.e. frá Vigdísarvöllum yfir Núpshlíðarhálsinn, Selsvelli og í átt að Driffelli, síðan verður gengin svipuð leið til baka. Þetta gætu orðið 10-12 km, en veður og stemming mun þó ráða þar nokkru um. Hækkun er um 200 m x 2. Veðurspáin hefur verið heldur óhagstæð en hefur farið batnandi. Tilbúið er plan B ef spáin versnar aftur þegar nær dregur.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
Vigdísarvellir |
Selsvellir, Moshóll, Drifffell og toppur Keilis |
26 ágúst 2018
Hafravatn-Hafrahlíð- Lali
13 mættu í göngu í dásamlegri blíðu síðasta laugardag.
Genginn ca 3/4 hringur í kringum spegilslétt Hafravatnið, staldrað við, við Hafravatnsréttina gömlu og síðan haldið uppá Hafrahlíðina þar sem er gott útsýni yfir vatnið og nágrennið. Þar á eftir haldið uppá Lala þar skammt frá sem er 245 mys.
Eftir það var haldið niður bratta hlíðina og að bílunum aftur.
Rúmir 8 km og 3 tímar.
Yndislegur dagur í fögru umhverfi og góðum félagsskap.
Sigga
Genginn ca 3/4 hringur í kringum spegilslétt Hafravatnið, staldrað við, við Hafravatnsréttina gömlu og síðan haldið uppá Hafrahlíðina þar sem er gott útsýni yfir vatnið og nágrennið. Þar á eftir haldið uppá Lala þar skammt frá sem er 245 mys.
Eftir það var haldið niður bratta hlíðina og að bílunum aftur.
Rúmir 8 km og 3 tímar.
Yndislegur dagur í fögru umhverfi og góðum félagsskap.
Sigga
Við Hafravatn með Esjuna í bakgrunni |
Á bryggjunni |
Við Hafravatnsrétt |
Á brún Hafrahlíðar með Hafravatn í baksýn |
Lali |
23 ágúst 2018
Hafravatn-Lali.
13 ágúst 2018
Glúfrasteinn-Helgufoss-Bringur
19 mættu í góða göngu í ágætisveðri í Mosfellsdalinn.
Lagt var af stað frá Gljúfrasteini og gengin þægileg og fallegleið upp með Köldukvísl. Gengið var að Helgukletti ( eða Hrafnakletti) við Helguhvamm, þar sem Helgufoss fellur fram af litlu hamrabelti. Eftir að hafa dáðst að fossinum litla stund var gengið að eyðibýlinu Bringum, en síðasti ábúandinn fór af jörðinni 1963.
Eftir gott nesti við Helguklett var gengið til baka.
8.5 km, 3 klst.
Góður dagur að baki.
Sigga
Lagt var af stað frá Gljúfrasteini og gengin þægileg og fallegleið upp með Köldukvísl. Gengið var að Helgukletti ( eða Hrafnakletti) við Helguhvamm, þar sem Helgufoss fellur fram af litlu hamrabelti. Eftir að hafa dáðst að fossinum litla stund var gengið að eyðibýlinu Bringum, en síðasti ábúandinn fór af jörðinni 1963.
Eftir gott nesti við Helguklett var gengið til baka.
8.5 km, 3 klst.
Góður dagur að baki.
Sigga
19 hófu göngu við Gljúfrastein |
Við Helgufoss |
Nesti við Helguklett |
Við eyðibýlið Bringur |
Í garðinum við Gljúfrastein |
09 ágúst 2018
Á slóðum skáldsins; Gljúfrasteinn-Helgufoss-Bringur
Næsta laugardag göngum við dásamlega gönguleið upp með Köldukvísl norðan við Grímannsfell.
Hefjum gönguna við Gljúfrastein, göngum eftir slóða að fallegum fossi sem heitir Helgufoss og þaðan að eyðibýlinu Bringur.
Þetta er 7 km leið fram og til baka og auðveld yfirferðar.
Áætlaður heimkomutími um kl. 13.
Mæting við Iðnskólann í Hf. kl. 9, eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Góð veðurspá :)
Sigga
Hefjum gönguna við Gljúfrastein, göngum eftir slóða að fallegum fossi sem heitir Helgufoss og þaðan að eyðibýlinu Bringur.
Þetta er 7 km leið fram og til baka og auðveld yfirferðar.
Áætlaður heimkomutími um kl. 13.
Mæting við Iðnskólann í Hf. kl. 9, eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Góð veðurspá :)
Sigga
Gljúfrasteinn |
Helgufoss |
Bringur |
06 ágúst 2018
03 ágúst 2018
Búrfellsgjá
Næsta laugardag göngum við inn í Búrfellsgjá. Falleg gönguleið uppá gíginn.
Ferðin tekur ca 2 tíma.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9
Sigga
Ferðin tekur ca 2 tíma.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9
Sigga
Gjáin og gígurinn
29 júlí 2018
Þvílík fegurð
Gönguleiðin úr Dyradal, um Dyrakamb og niður í Botnadal er ákaflega falleg. Við vorum 14 sem gengu þessa 6 km og vorum virkilega heppin með veður. Leiðin eru töluvert mishæðótt og mældist uppsöfnuð hækkun um 260 m.
Vala
Vala
26 júlí 2018
Dyradalur-Botnadalur
Næsta laugardag verður gengið frá Dyradal við Nesjavallaleið um Dyrakamb að Botnadal í Grafningi, þetta er stikuð um 5 km leið, á köflum seinfarin, hækkun um 150 m. Skiljum helming bílanna eftir í Botnadal og ökum síðan að Dyradal þar sem gangan hefst. Þetta er verulega falleg gönguleið. Gerum ráð fyrir ca 3 klst í göngu og 5 klst í heildarferðina. Gott að hafa stafi. ATH bara 2 í bíl. Mæting við Iðnskólann í Hafnarf. kl. 9
Vala
Vala
21 júlí 2018
Litluborgirnar ofl.
Góð ganga í lygnu og mildu veðri, en stöðugum sudda. 15 gengu úr Kaldárbotnum, með Undirhlíðum, upp Kýrskarð og að Litluborgum, þaðan var síðan gengið í Valaból og um Helgadal. 10 km á 4 klst.
Vala
Vala
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)