Það lék við okkur veðrið þegar 14 göngugarpar lögðu af stað frá bústað Mæju og Kidda í Eilífsdalnum áleiðis inn að Meðalfellsvatni. Útsýnið var fagurt inn Elífsdalinn og svo yfir Meðalfellsvatnið og fjallahringinn þegar komið var yfir hálsinn. Staldrað var við í Kaffi Kjós, þar sem sumir fengu sér hressingu. Komið var við í gamla bústaðnum, sem foreldrar Mæju og Dagnýjar áttu. Við göngulok höfðu 3 bæst í hópinn og eftir okkur beið kaffihlaðborð, sem voru gerð góð skil.
Gengnir voru 13 km og tók gangan fjóran og hálfan tíma með góðum stoppum.
Takk fyrir móttökurnar Mæja og Kiddi og fyrir leiðsögnina Dagný og Mæja.
Góður og fagur dagur :)
Sigga
|
Skrifa myndatexta |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli