Næsta laugardag verður farið kringum Trölladyngju frá Höskuldarvöllum (ekinn vegurinn að Keili), gengið verður meðfram fjallinu að Sogaselsgíg, en þar voru sel á árum áður. Síðan verður farið um skarðið milli Trölladyngju og Grænudyngju og er það mjög falleg leið. Þetta eru 6-7 km og ætla má að heimkoma verði um kl. 13. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9. Nesti.
Vala
29 júní 2017
24 júní 2017
Valahnúkar
5 vaskar Fjallafreyjur, þar af 3 sem tóku þátt í göngu gærkvöldsins mættu í morgun til göngu á Valahnúkana og var veður hið ágætasta, þurrt og milt. Gengið var á hnúkana og Valirnir skoðaðir síðan var farið í Valaból þar sem nestis var notið og á bakaleiðinni fórum við um Helgadalinn og kíktum á nokkra hella. Þessi ganga tók rúmlega 2 1/2 klst.
Vala
Vala
Jónsmessuganga á Úlfarsfell
Ljúf ganga á Úlfarsfell að kvöldi Jónsmessu. Lítilsháttar rigning mestallan tímann, stytti þó upp í lokin, en skyggni þó ótrúlega gott. Ekki sást sólarlag, en nokkrir sólstafir glöddu þó augun og svei mér þá ef við sáum ekki bláan blett á himni yfir Móskarðshnúkunum. Gangan tók 2:45 klst. og reyndist 6,3 km. 9 tóku þátt.
Vala
Vala
22 júní 2017
Úlfarsfell og Valahnúkar
Flott helgi framundan: föstudagskvöld verður jónsmessukvöldganga á Úlfarsfell. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 21 eða við Hamrahlíðarskóg við Úlfarsfell kl. 21.15. Nesti
Laugardag: gengið á Valahnúka við Helgafell. Nestið borðað í Valabóli. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Reikna má með að þessar göngur taki um 2 1/2 tíma.
Vala
Á toppi Úlfarsfells í glæsiveðri |
Laugardag: gengið á Valahnúka við Helgafell. Nestið borðað í Valabóli. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Við valina á Valahnúkum |
Reikna má með að þessar göngur taki um 2 1/2 tíma.
Vala
10 júní 2017
Dásemdardagur
Það lék við okkur veðrið þegar 14 göngugarpar lögðu af stað frá bústað Mæju og Kidda í Eilífsdalnum áleiðis inn að Meðalfellsvatni. Útsýnið var fagurt inn Elífsdalinn og svo yfir Meðalfellsvatnið og fjallahringinn þegar komið var yfir hálsinn. Staldrað var við í Kaffi Kjós, þar sem sumir fengu sér hressingu. Komið var við í gamla bústaðnum, sem foreldrar Mæju og Dagnýjar áttu. Við göngulok höfðu 3 bæst í hópinn og eftir okkur beið kaffihlaðborð, sem voru gerð góð skil.
Gengnir voru 13 km og tók gangan fjóran og hálfan tíma með góðum stoppum.
Takk fyrir móttökurnar Mæja og Kiddi og fyrir leiðsögnina Dagný og Mæja.
Góður og fagur dagur :)
Sigga
Gengnir voru 13 km og tók gangan fjóran og hálfan tíma með góðum stoppum.
Takk fyrir móttökurnar Mæja og Kiddi og fyrir leiðsögnina Dagný og Mæja.
Góður og fagur dagur :)
Sigga
Skrifa myndatexta |
08 júní 2017
Eilífsdalur-Meðalfellsvatn
06 júní 2017
Helgafell
Bjart, 9°C og hálfhryssingslegt en alltaf jafn gott og hressandi að ganga á Helgafellið. Fórum "gömlu leiðina" upp og "gilið" niður. 8 mætt.
Vala
Vala
05 júní 2017
01 júní 2017
Eygló 70 ára.
Þessi flotta Fjallafreyja er sjötug í dag, 2. júní.
Við Fjallafreyjur sendum henni innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Við Fjallafreyjur sendum henni innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Elliðaárdalur
Næsta ganga er um Elliðaárdalinn fagra og gróðursæla.
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9
Nesti og gott veður.
Sigga
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9
Nesti og gott veður.
Sigga
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)