27 ágúst 2016

Ævintýraferð

Mikið var gaman hjá okkur í dag í göngu á Þorbjörn.  Gengið var upp Gyltustíg og farið um þrönga Þjófagjána sem er algjör ævintýraheimur.  Skoðuðum svæðið þar sem Camp Vail stóð á stríðsárunum og gengum þaðan niður grasi gróna brekkuna að Baðsvöllum, þar sem skógræktin hefur útbúið mjög gott útvistarsvæði og þar nutum við nestisins okkar.  Eftir það gengum við Orkustíg að Bláa lóninu og síðan á bakaleiðinni gengum við með vesturhlíð fjallsins.  Þorbjörn skartar mörgum mjög glæsilegum klettamyndunum sem er virkilega gaman að skoða og flottu útsýni.  Veður var með miklum ágætum og 8 voru mætt. Gangan tók um þrjár og hálfa klukkustund og var um 9 km löng.
Vala



Engin ummæli:

Skrifa ummæli