21 ágúst 2016

Hreppaferð

Sveitin fallega skartaði sínu fegursta þegar Fjallafreyjur og Fákar heimsóttu  Hrunamannahreppinn.
Á Álfaskeiði tóku álfarnir á móti okkur við Skinnhúfuklett og útsýnið var fagurt af Langholtsfjalli.
Eftir kjarngóða gulrótasúpu með brauði og hundasúrupestói, ásamt úteyjarsilungi í Bragganum var haldið að Miðfelli, þar sem Skúli bóndi tók á móti hópnum á hlaðinu. Gengið var á Miðfellsfjallið og í kringum vatnið og var gott að busluaí þvi og skola þreytta fætur eftir gönguna.
Þegar niður kom gæddu göngufólkið sér á kaffi og kræsingum á pallinum í Miðfelli.
Þá var haldið að Flúðum, þar sem Margrét og Dóra tóku á móti okkur í brúðusafninu og handverkssafninu sínu. Þá var komið að því að skola af sér svitann og svamla um í Gömlu lauginni, hressandi og notalegt.
Deginum lauk svo með kvöldmat á Hótel Flúðum.
Viðburðarríkur og skemmtilegur dagur í sól og blíðu :)
Sigga
Á Álfaskeiði
Við Braggann

Engin ummæli:

Skrifa ummæli