Vala
27 ágúst 2016
Ævintýraferð
Mikið var gaman hjá okkur í dag í göngu á Þorbjörn. Gengið var upp Gyltustíg og farið um þrönga Þjófagjána sem er algjör ævintýraheimur. Skoðuðum svæðið þar sem Camp Vail stóð á stríðsárunum og gengum þaðan niður grasi gróna brekkuna að Baðsvöllum, þar sem skógræktin hefur útbúið mjög gott útvistarsvæði og þar nutum við nestisins okkar. Eftir það gengum við Orkustíg að Bláa lóninu og síðan á bakaleiðinni gengum við með vesturhlíð fjallsins. Þorbjörn skartar mörgum mjög glæsilegum klettamyndunum sem er virkilega gaman að skoða og flottu útsýni. Veður var með miklum ágætum og 8 voru mætt. Gangan tók um þrjár og hálfa klukkustund og var um 9 km löng.
Vala
Vala
25 ágúst 2016
Þorbjörn
Næsta laugardag göngum við á Þorbjarnarfell (230 m.y.s.) við Grindavík. Gengið verður upp að vestanverðu um Gyltustíg, farið gegnum Þjófagjá og niður á Baðsvelli, þaðan verður genginn Orkustígur í átt að Bláa lóninu. Á bakaleiðinni göngum við með vesturhlíð fjallsins, milli hrauns og hlíðar. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9. Hálfsdagsferð. Nesti.
Vala
Vala
Þorbjörn frá Baðsvöllum |
21 ágúst 2016
Hreppaferð
Sveitin fallega skartaði sínu fegursta þegar Fjallafreyjur og Fákar heimsóttu Hrunamannahreppinn.
Á Álfaskeiði tóku álfarnir á móti okkur við Skinnhúfuklett og útsýnið var fagurt af Langholtsfjalli.
Eftir kjarngóða gulrótasúpu með brauði og hundasúrupestói, ásamt úteyjarsilungi í Bragganum var haldið að Miðfelli, þar sem Skúli bóndi tók á móti hópnum á hlaðinu. Gengið var á Miðfellsfjallið og í kringum vatnið og var gott að busluaí þvi og skola þreytta fætur eftir gönguna.
Þegar niður kom gæddu göngufólkið sér á kaffi og kræsingum á pallinum í Miðfelli.
Þá var haldið að Flúðum, þar sem Margrét og Dóra tóku á móti okkur í brúðusafninu og handverkssafninu sínu. Þá var komið að því að skola af sér svitann og svamla um í Gömlu lauginni, hressandi og notalegt.
Deginum lauk svo með kvöldmat á Hótel Flúðum.
Viðburðarríkur og skemmtilegur dagur í sól og blíðu :)
Sigga
Á Álfaskeiði tóku álfarnir á móti okkur við Skinnhúfuklett og útsýnið var fagurt af Langholtsfjalli.
Eftir kjarngóða gulrótasúpu með brauði og hundasúrupestói, ásamt úteyjarsilungi í Bragganum var haldið að Miðfelli, þar sem Skúli bóndi tók á móti hópnum á hlaðinu. Gengið var á Miðfellsfjallið og í kringum vatnið og var gott að busluaí þvi og skola þreytta fætur eftir gönguna.
Þegar niður kom gæddu göngufólkið sér á kaffi og kræsingum á pallinum í Miðfelli.
Þá var haldið að Flúðum, þar sem Margrét og Dóra tóku á móti okkur í brúðusafninu og handverkssafninu sínu. Þá var komið að því að skola af sér svitann og svamla um í Gömlu lauginni, hressandi og notalegt.
Deginum lauk svo með kvöldmat á Hótel Flúðum.
Viðburðarríkur og skemmtilegur dagur í sól og blíðu :)
Sigga
Á Álfaskeiði |
Við Braggann |
17 ágúst 2016
Ævintýraferð í Hrunamannahrepp.
Næsta laugardag förum við í Hrunamannahrepp.
Mæting við Iðnsk. í Hafnarf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Farið á Álfaskeið í Langholtsfjalli og rölt á fjallið, (auðveld ganga) Síðan léttur hádegisverður í Bragganum. Farið að Miðfelli og gengið á fjallið (150 m hækkun) og í kringum vatnið, Kaffi og meðlæti á pallinum í Miðfelli eftir fjallgönguna.
Síðan ekið upp á Flúðum og farið á grænmetiskmarkað ofl.
Slakað á í Gömlu lauginni eftir það og kvöldverður á Hótel Flúðum eftir laugarferðina.
Hafa með sér vatn á brúsa og smá nasl.
Sundföt og föt til skiptana.
Dagsferð.
Ég hitti ykkur við Stóru-Laxárbrúna um kl. 10:30.
Sjáumst
Sigga
Mæting við Iðnsk. í Hafnarf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Farið á Álfaskeið í Langholtsfjalli og rölt á fjallið, (auðveld ganga) Síðan léttur hádegisverður í Bragganum. Farið að Miðfelli og gengið á fjallið (150 m hækkun) og í kringum vatnið, Kaffi og meðlæti á pallinum í Miðfelli eftir fjallgönguna.
Síðan ekið upp á Flúðum og farið á grænmetiskmarkað ofl.
Slakað á í Gömlu lauginni eftir það og kvöldverður á Hótel Flúðum eftir laugarferðina.
Hafa með sér vatn á brúsa og smá nasl.
Sundföt og föt til skiptana.
Dagsferð.
Ég hitti ykkur við Stóru-Laxárbrúna um kl. 10:30.
Sjáumst
Sigga
11 ágúst 2016
06 ágúst 2016
Enn einn frábær dagur til göngu
Gengið var um í hinni víðáttumiklu Hrútagjárdyngju og stórfengleg Hrútagjáin sem liggur umhverfis dyngjuna skoðuð. Við vorum 12 sem tókum þátt í dag í sól og mildu veðri. Gáfum okkur góðan tíma til að skoða þessi náttúruundur og njóta. Ganga mældist 7 km og tók um 3 klst.
Vala
Gengið var um í hinni víðáttumiklu Hrútagjárdyngju og stórfengleg Hrútagjáin sem liggur umhverfis dyngjuna skoðuð. Við vorum 12 sem tókum þátt í dag í sól og mildu veðri. Gáfum okkur góðan tíma til að skoða þessi náttúruundur og njóta. Ganga mældist 7 km og tók um 3 klst.
Vala
04 ágúst 2016
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)