25 júní 2016

Jónsmessugangan ..

.. varð í styttra lagi, þar sem láréttur rigningarsuddinn sá um að baða okkur upp úr "dögginni".  Ekki var gengið á Grænudyngju heldur farið eftir hrygg sem liggur í austurhlíð hennar og skoðuðum við stórkostlega klettana í hlíðum fjallsins sem urðu enn tröllslegri í suddanum.  Falleg leið sem vert væri að skoða í betra veðri.  Skyggni var nánast ekkert.  Gangan tók 1 1/2 klst og 4,4 km löng.  Í fyrsta sinn í sögu Fjallafreyja voru fleiri fákar en freyjur mætt, en mætingin var afar slök bara 3.  Við höfðum nú samt mjög gaman af og vorum bara kát í ferðarlok.
Vala

Nýbúin að sporðrenna nestinu og tilbúin að snúa við.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli