Það blés svo hraustlega í dag að erfitt var að halda uppi samræðum á göngunni, svo aldrei þessu vant var að mestu gengið í þögn. Hlýtt var þó og þurrt. Gengið var frá Valahnúkum yfir að Kringlóttugjá sem er stór og glæsileg, fallegir klettar, lyng og kjarr, þaðan var gengið á Búrfellið en litið staldrað við þar vegna vinds. Til baka var haldið um Helgadal og kíkt á nokkra hella. Í minni Rauðshelllis var fínt skjól fyrir góða nestis- og spjallpásu. Leiðin var 6,6 km löng og tók 2 1/2 klst. 5 mætt.
Vala
|
Hressar en vindbarðar í göngulok |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli