28 maí 2016

Rok og rigning

Heldur var nú veðrið öðruvísi en okkur hafði dreymt um í göngunni í dag, en hann blés hraustlega á okkur og einnig rigndi töluvert, þannig að fyrirhugaðri gönguleið var breytt.  Gengið var að Gullbringuhelli þar sem nestið var tekið upp og þar snerum við við, enda enginn áhugi á að ganga á fjallið hulið þoku og í rífandi blæstri.  Við sáum sjaldan til Gullbringu og landslagið í grennd sást lítið og er það miður því þarna er ákaflega fallegt í björtu veðri.  Sem betur fer stytti þó upp í lokin svo mesta bleytan þornaði áður en í bílinn kom.  En hressandi var þetta :)  Gangan var 8,5 km löng og tók 2 1/2 klst.  6 mættu í dag.
Vala


Engin ummæli:

Skrifa ummæli