07 maí 2016

Frábært vorveður í dag

Það var alveg hreint yndislegt að ganga í dag, sól, milt og hægur vindur.  14 mættu að Vifilstaðavatni í dag, en þaðan ókum við að áningunni í Sandahlíð, gengum síðan uppá hæðina og þaðan að Grunnavatni.  Við Grunnavatn er skógarreitur kvæðafélagsins Iðunnar og var gaman að sjá hvað þar hefur verið vel að verki staðið.  Síðan var haldið að Arnabæli og útsýnis notið þaðan til allra átta.  Eftir það tóku við stígar Sandahlíðarinnar.  Gangan var 6,2 km og tók rétt rúma 2 tíma, eftir á sátum við lengi í góða veðrinu yfir nesti og spjalli í frábærri aðstöðu Skógræktarfélags Garðbæinga við Sandahlíðina.
Vala


Á toppi Arnarbælis

Engin ummæli:

Skrifa ummæli