Ljómandi gott veður í dag, hetturnar voru reyndar á stöðugu flakki upp og niður því hvað eftir annað héldum við að nú væri hann að fara að rigna, en þetta voru alltaf bara nokkrir dropar í lofti. Gengið var í mjög fallegu umhverfi frá Silungapolli yfir hraunið að Lækjarbotnum og hraunjaðri fylgt uppfyrir öxl Selfjalls og síðan niður slóð sem þar liggur og þaðan til baka yfir hraunið að Silungapolli. Lítið fer fyrir ummerkjum eftir heimilið sem þar stóð. Á þessum slóðum liggur hjólaleiðin "Jaðarinn" og mættum við mörgum hjólamönnum sem virtust skemmta sér vel. Gangan tók 3 klst. og var 9 km löng. 10 mætt í dag.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli