27 ágúst 2015

Heimsókn í Borgarfjörð

Gengið eftir stikaðri slóð um Grafarkotsskóg í skarð milli Litla-Skarðsfjalls (230 m) og Grafarkotsfells (170 m), þaðan er góð leið á fellin sem bjóða upp á stórglæsilegt útsýni.  Úr skarðinu verður gengið að Lambavatni.  Þetta verður róleg ganga í 3-4 tíma, 7- 8 km, mjög skemmtileg gönguleið.  Þó nokkuð er af berjum þarna.  Takið með nesti fyrir gönguna.
Að göngu lokinni tekur Guðrún Sig. á móti okkur í Gunnuhúsi í landi Heyholts.
Veðurspáin er góð, en gæti orðið svalt um morguninn.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9.20.  Dagsferð.
Vala
Litla-Skarðsfjall og Grafarkotsfell séð frá Lambavatni





Engin ummæli:

Skrifa ummæli