Þriðjudag kl. 17.30. Síðasta Helgafellsgangan þetta árið.
Vala
31 ágúst 2015
29 ágúst 2015
Borgarfjörður-Gunnuhús
Það var góð heimsóknin okkar í Borgarfjörðinn í dag. 10 voru mættir til göngu. Nokkur blástur á toppi Litlaskarðsfjalls en hlýtt og gott í skjóli trjánna við Lambavatn og í skarðinu milli Litlaskarðsfjalls og Grafarkotsfjalls.
Heiðskírt og bjart veður og gefinn tími fyrir berjatínslu, en talsvert var af bláberjum á leið okkar.
Eftir góða göngu og berjatínslu í 4 tíma var haldið í Gunnuhús, en það kallast bústaður Guðrúnar Sigruðardóttur og Dags Garðars. Þar fengum við höfðinglegar móttökur, frábæran grillaðan silung með grænmeti. Í eftirrétt var svo ostaísterta og kaffi.
Þaðan héldum við heimáleið sprengsödd og sæl eftir daginn.
Kærar þakkir fyrir okkur Guðrún og Dagur.
Heiðskírt og bjart veður og gefinn tími fyrir berjatínslu, en talsvert var af bláberjum á leið okkar.
Eftir góða göngu og berjatínslu í 4 tíma var haldið í Gunnuhús, en það kallast bústaður Guðrúnar Sigruðardóttur og Dags Garðars. Þar fengum við höfðinglegar móttökur, frábæran grillaðan silung með grænmeti. Í eftirrétt var svo ostaísterta og kaffi.
Þaðan héldum við heimáleið sprengsödd og sæl eftir daginn.
Kærar þakkir fyrir okkur Guðrún og Dagur.
10 mættir, Sigga tók mynd |
Dagur og Guðrún í fallega bústaðnum sínum í Heyholti |
27 ágúst 2015
Heimsókn í Borgarfjörð
Gengið eftir stikaðri slóð um Grafarkotsskóg í skarð milli Litla-Skarðsfjalls (230 m) og Grafarkotsfells (170 m), þaðan er góð leið á fellin sem bjóða upp á stórglæsilegt útsýni. Úr skarðinu verður gengið að Lambavatni. Þetta verður róleg ganga í 3-4 tíma, 7- 8 km, mjög skemmtileg gönguleið. Þó nokkuð er af berjum þarna. Takið með nesti fyrir gönguna.
Að göngu lokinni tekur Guðrún Sig. á móti okkur í Gunnuhúsi í landi Heyholts.
Veðurspáin er góð, en gæti orðið svalt um morguninn.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9.20. Dagsferð.
22 ágúst 2015
Leirvogsá-Þverárkotsháls
20 ágúst 2015
Þverárkotsháls í Esjuhlíðum
Næsta laugardag göngum við upp á Þverárkotsháls í Esjuhlíðum. Keyrum
inn í Varmadal og gengið upp með Leirvogsá og á vegaslóða upp Þverárkotsháls (91 mys.)
8-9 km sem tekur 2-3 tíma að ganga.
Takið með ykkur vaðskó því við þurfum að vaða yfir eina á.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Nesti.
Sigga
inn í Varmadal og gengið upp með Leirvogsá og á vegaslóða upp Þverárkotsháls (91 mys.)
8-9 km sem tekur 2-3 tíma að ganga.
Takið með ykkur vaðskó því við þurfum að vaða yfir eina á.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Nesti.
Sigga
Lillý og Þverárkotsháls í baksýn |
16 ágúst 2015
Silungapollur - Lækjarbotnar
Ljómandi gott veður í dag, hetturnar voru reyndar á stöðugu flakki upp og niður því hvað eftir annað héldum við að nú væri hann að fara að rigna, en þetta voru alltaf bara nokkrir dropar í lofti. Gengið var í mjög fallegu umhverfi frá Silungapolli yfir hraunið að Lækjarbotnum og hraunjaðri fylgt uppfyrir öxl Selfjalls og síðan niður slóð sem þar liggur og þaðan til baka yfir hraunið að Silungapolli. Lítið fer fyrir ummerkjum eftir heimilið sem þar stóð. Á þessum slóðum liggur hjólaleiðin "Jaðarinn" og mættum við mörgum hjólamönnum sem virtust skemmta sér vel. Gangan tók 3 klst. og var 9 km löng. 10 mætt í dag.
Vala
14 ágúst 2015
Silungapollur - Lækjarbotnar
Genginn 9 km hringur frá Silungapolli. Ætla má að gangan taki rúma 3 tíma. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9.15. Nesti.
Vala
Vala
04 ágúst 2015
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)