Frá Ásvöllum var gengið að Ástjörninni og meðfram henni, um Hádegsiskarð yfir á Vatnshlíðina, en þaðan er mjög fallegt útsýni yfir Hvaleyrarvatnið og fjallahringinn. Hvítir fjallatoppar sýndu fyrstu merki um komandi vetur. Komið var við í Vatnshlíðarlundi á leið okkar yfir í Gráhelluhraunið, þar sem við fengum okkur nesti í glampandi sólskini. Margt ber fyrir augu í skóginum í Gráhelluhrauni og gaman að fara þar um. Frá Hlíðarþúfum gengum við um hlíðar Ásfjallsins og lokuðum hringnum eftir tæplega 3 klst. og ca 9 km göngu í ljómandi góðu veðri. Þegar við settumst inn í bílana kom hellidemba, svo heppnin var aldeilis með okkur. 7 mætt í dag.
Vala