Við vorum 11 sem mættu til göngu í Reykjanesbæ undir leiðsögn Gittu. Byrjað var á að heimsækja hinn skemmtilega Skessuhelli í Grófinni og þaðan var svo genginn flottur stígur með ströndinni að Njarðvíkurhöfn. Bakaleiðin lá svo um götur bæjarins. Mikið er um listaverk og minnisvarða og var Gitta vel undirbúin og las fyrir okkur fróðleik um það sem á leið okkar varð. Veður reyndist bara alveg ágætt, þrátt fyrir hríð og hryssing í morgunsárið. Gengnir voru 9 km á 3 tímum.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli