Heldur var hann hryssingslegur í morgunsárið, en þegar að göngunni kom var komið hið fínasta veður sem bara batnaði eftir því sem á gönguna leið. 22 gengu á 1, 45 klst. 7 km hring frá IKEA að Atvinnubótavegi eftir stíg um hraunið. Mjög áhugavert er að skoða Atvinnubótaveginn, en hann hefur verið mikil framkvæmd á sínum tíma. Farið var um Flatir og þaðan eftir stíg meðfram Vífilsstöðum að vatninu. Kíktum á Maríuhella áður en við fórum yfir í skógræktina í Urriðaholtinu. Fengum okkur að lokum kaffi og alls konar kræsingar í IKEA og þar bættust 3 við hópinn. Fínasta ganga og samvera.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli