29 apríl 2017

Skemmtileg ganga

Við vorum 11 sem mættu til göngu í Reykjanesbæ undir leiðsögn Gittu.  Byrjað var á að heimsækja hinn skemmtilega Skessuhelli í Grófinni og þaðan var svo genginn flottur stígur með ströndinni að Njarðvíkurhöfn.  Bakaleiðin lá svo um götur bæjarins.  Mikið er um listaverk og minnisvarða og var Gitta vel undirbúin og las fyrir okkur fróðleik um það sem á leið okkar varð.  Veður reyndist bara alveg ágætt, þrátt fyrir hríð og hryssing í morgunsárið.  Gengnir voru 9 km á 3 tímum.
Vala


28 apríl 2017

Keflavík

Á morgun verður ekið til Keflavíkur og þar verður genginn skemmtileg gönguleið meðfram ströndinni undir leiðsögn Gittu.  Hálfsdagsferð. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala


22 apríl 2017

Frábær mæting

Heldur var hann hryssingslegur í morgunsárið, en þegar að göngunni kom var komið hið fínasta veður sem bara batnaði eftir því sem á gönguna leið.  22 gengu á 1, 45 klst. 7 km hring frá IKEA að Atvinnubótavegi eftir stíg um hraunið.  Mjög áhugavert er að skoða Atvinnubótaveginn, en hann hefur verið mikil framkvæmd á sínum tíma.  Farið var um Flatir og þaðan eftir stíg meðfram Vífilsstöðum að vatninu.  Kíktum á Maríuhella áður en við fórum yfir í skógræktina í Urriðaholtinu.  Fengum okkur að lokum kaffi og alls konar kræsingar í IKEA og þar bættust 3 við hópinn.  Fínasta ganga og samvera.
Vala

20 apríl 2017

Atvinnubótastígur - Vífilstaðavatn

Næsta laugardag verður genginn um 6-7 km langur hringur frá IKEA, gengið verður eftir malbiks- og malarstígum.  Gengið verður að Atvinnubótastíg  og þaðan um hraunið yfir lækinn að Flötum, áfram þaðan að Vífilstaðavatni og síðan um skógræktina í Urriðaholti.  Eftir gönguna sem gæti tekið 1 1/2 til 2 tíma skellum við okkur í kaffi í IKEA.  Mæting við anddyri IKEA kl. 9.
Vala

18 apríl 2017

Kátar Fjallafreyjur

Alltaf gott að byrja Helgafellsferðirnar.  Veður var gott og konur hressar.  8 mættu í dag.
Vala

17 apríl 2017

Helgafell

Þriðjudag kl. 17.30 frá Kaldárseli.  Farin verður heldur lengri leið núna, en sú leið er meira aflíðandi.
Vala

15 apríl 2017

Bjart og fallegt.

Það var bjart og fallegt veður sem þær 14 Fjallafreyjur nutu vel í góðri göngu um Mosfellsbæinn.
Gengnir voru 8.6 km og tók gangan 2 tíma. Kaffið var drukkið undir kirkjuvegg Lágafellskirkju.
Hressandi og fínasta ganga.
Sigga

13 apríl 2017

Mosfellsbær

Næsta laugardag göngum við í Mosfellsbæ, fallega leið meðfram sjónum og í gegnum bæinn. 7-8 km.
Takið með ykkur nesti. Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 eða við Lágafellskirkju kl. 9:20.
Sigga

08 apríl 2017

12 mættar

Fjallafreyjur mættu í Heiðmörk í mildu vorveðri með úðarigningu sem kom ekki að sök.
Hressandi eins og hálfs tíma ganga og kaffisopi í lokinn.
Sigga

07 apríl 2017

03 apríl 2017

Helgafell - Frestað

Fyrstu göngu Fjallafreyja á Helgafellið þetta árið verður frestað um 2. vikur. Þ.e. til 18. apríl.
Vala