20 júní 2015

Ketilsstígur - Miðdegishnúkur

Bara 4 mættu í gönguna í dag.  Gengið var frá hverasvæðinu við Seltún eftir Ketilsstíg framhjá Arnarvatni og fram á vesturbrún Sveifluhálsins og þar var horft yfir Ketilinn sem stígurinn dregur nafn sitt af, þarna er mjög gott útsýni yfir Móhálsadalinn.  Allir voru sammála um að ganga á Miðdegishnúk (392 m) og ekki vorum við svikin af útsýninu þar.  Það er alveg magnað að ganga um Sveifluhálsinn, mjög hrikalegur víða og ýmist algjör auðn eða grösugir balar.  Veður var með ágætum, hægviðri og hlýtt, en smá væta af og til.  Gangan reyndist 11 km og tók 4 tíma.
Vala

Engin ummæli:

Skrifa ummæli