15 júní 2015

Dásamlegt veður á Smalaholti

5 Fjallafreyjur fengu aldeilis gott veður í göngunni í dag.  Gengið var frá Vífilstaðavatni yfir á Smalaholt og skógarstígum fylgt upp á háhæðina (125 m) þar er útsýnisskífa og frábært útsýni.  Allur fjallahringur blasti við okkur og var Snæfellsnesið mjög skýrt og flott.  Rétt við skífuna er konumynd rist í klöppina. Af Smalaholtinu gengum við að útvistarsvæðinu við Sandahlíð og þaðan niður að Vífilstaðavatni, en heldur var torfært þar á kafla, en alltaf má finna leið.  Eftir tveggja tíma göngu fengum við okkur svo langþráðan sopann.
Vala

Engin ummæli:

Skrifa ummæli