28 mars 2015

Síðasta Kænugangan

Það var aldeilis fínt að ganga í dag, logn, 0°C og sól, alveg hreint dásamlegt.  Að venju fórum við á Kænuna að göngu lokinni og var ekki síður gaman þar, fyrir utan mikið spjall flutti Svana G. ásamt fleirum kvæði Hannesar Hafstein  Smalastúlkuna.  Kvæði þetta má sjá í ummælum eftir síðustu færslu hér á síðunni. Maddý var með fullt af myndum frá 5 ára afmæli Fjallafreyja, en eftir rúman mánuð þ.e. 6. maí n.k. verða Fjallafreyjur 20 ára.
Eins og kemur fram í titlinum var þetta síðasta Kænugangan að sinni, næsta laugardag hefst skipululögð göngudagskrá í Heiðmörk kl. 10.  20 mætt í dag.
Vala

Engin ummæli:

Skrifa ummæli