25 október 2014

Hálka

Mjög gott veður 3°C, hægviðri og þurrt, en töluverð hálka.  Stauluðumst að Ástjörninni til að komast á malarstíg þar sem malbikið var mjög hált, heldur hafði þó dregið úr hálkunni á bakaleiðinni.  Við skoðuðum gamlar tóftir útihúsa sem eru alveg við stíginn kringum Ástjörnina.  16 mætt í dag.
Vala



18 október 2014

Góð mæting

Í fínu veðri, hægum vindi, 7 °C og lítilsháttar úrkomu var gengið suður á Holt.  18 gengu og 3 bættust svo við í kaffið á Kænunni.  Aldeilis fín byrjun á Kænugöngunum.
Vala

16 október 2014

Kænan

KÆNAN Hf. kl. 10 á laugardag og alla laugardaga fram í apríl 2015
Sigga


11 október 2014

Borgarnes

Borgarnes tók vel á móti okkur í morgun  með björtu og fallegu veðri, en nokkuð svölu.
Gengum um gamla Borgarnes undir skemmtilegri og fróðlegri leiðsögn Guðrúnar Jónsdóttur safnstjóra. Fórum í Safnahúsið og skoðuðum ljósmyndasýninguna "Börn í 100 ár", stórskemmtileg sýning. Einnig skoðuðum við fallegt fuglasafn sem nýbúið er að opna.
Fengum ágætismat í Landnámssetrinu eftir skoðunarferðina og safnið.
Á heimleið var komið við á heimili Ólafar Evu og Trausta, sem stendur á fallegum útsýnisstað í útjaðri Borgarness. Þar þáðum við kaffisopa.
Stórskemmtilegur dagur með góðum  ferðafélugum.
Sigga

09 október 2014

Borgarnes

Næsta laugardag heimsækjum við Borgarnes.
Guðrún Jónsdóttir safnvörður tekur á móti okkur og gengur með okkur um bæinn og miðlar ýmsum fróðleik
Síðan förum við í Safnahúsið og skoðum sýninguna "Börn í 100 ár ".
Þá förum við í Landnámssetrið og fáum okkur súpu, brauð og salathlaðborð og kaffi á eftir.

Skoðunarferð með leiðsögn og Safnahúsið kostar 1600 kr. verið með það tilbúið í reiðufé.
Maturinn kostar 1990 kr. Ágætt er að hafa eitthvað nasl/banana í vasanum, þar sem við förum ekki í matinn fyrr en um eitt leytið.

Veðurspáin er fín, bjart en nokkuð svalt.
Makar velkomnir með.

Mæting við Iðnsk. í Hf.  kl. 9:30  (ath breyttan tíma) og við Krónuna í Mosó kl. 9:50.
Sigga
Hafnarfjall 2009

04 október 2014

Göngu á Helgafell aflýst.

Vegna leiðinda veðurs verður göngunni á Helgafell frestað til betri tíma.
Eigið góða helgi.
Sigga

02 október 2014

Helgafell i Mosfellsbæ

Næsta laugardag förum við í Mosfellsbæinn. Göngum á Helgafell, inn í Skammadal og fáum okkur kaffi í Úulundi.
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 10, eða við Krónuna í Mosó kl. 10:20.
Nesti. 1/12-2 tímar.
Sigga