27 febrúar 2016

Vortilfinning

Við ræddum það að í svona flottu veðri eins og í dag væri maður gripinn vortilfinningu og mikið óskaplega er það góð tilfinning.  Hiti kringum frostmark, logn og léttskýjað, sjórinn spegilsléttur.  Yndislegt!  Gengum strandstíginn sem í byrjun var ansi háll vegna ísingar, en á bakaleiðinni hafði hún bráðnað.  15 mætt í dag.
Vala

13 febrúar 2016

Fallegt..

..veður í dag.  Léttskýjað, hiti um frostmark en næðingur.  Gengum strandstíginn.  21 mættar í dag.
Vala

06 febrúar 2016

Þorraganga, þorrablót

Það var flottur hópur sem lagði af stað í hina árlegu þorragöngu í dag.
Veður var ágætt og gengið í tæpan klukkutíma um vesturbæ Hafnarfjarðar.
Siðan var sest að snæðingi að Hraunbrún 17 en þar tóku Sigrún og Jónas á mótir okkur.
Kjarngóður þorramatur var á borðum og gómsætar tertur í eftir mat.
45 mættu að þessu sinni og var það metþátttaka.

Sigga