28 júní 2014

Fegurð í Víti

Yndislegur dagur, hlýtt, þurrt og hægviðri.  Þegar keyrt var meðfram Kleifarvatni vorum við alveg heilluð, landslagið speglaðist í rennisléttu vatninu, þvílík fegurð.  Lagt var af stað frá bílastæði við Arnarfell og haldið að Geitahlíð inn að Víti, hraunstraum sem runnið hefur fram af hlíðinni í Kálfadali. Gengið meðfram hrauninu, upp hlíðina, hraunið þverað og síðan niður með því og gengið meðfram Geitahlíðinni framhjá Vegghömrum.  Þetta er mjög fjölbreytt og falleg gönguleið.  Hringurinn var um 9,5 km og tók 4 klst.  13 mætt.
Vala




26 júní 2014

Víti

Ekki munum við til heljar ganga næsta laugardag þó ætla mætti af fyrirsögn.  Gengið verður frá bílastæði við Arnarfell nálægt Krýsuvík og meðfram Geitahlíð að Víti, fallegum hrauntungum sem runnið hafa fram af hlíðinni niður í Kálfadali.  Gönguvegalengd er um 10 km.  Hálfsdagsferð. Nesti.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala

21 júní 2014

Berklastígur

Bara 2 Fjallafreyjur mættu í Heiðmörkina í dag.  Þær gengu Berklastíg í Vífilstaðahrauni í  ljúfu veðri, 9°C, logni og smáúða
Vala

Sólstöðugangan

Hún lét nú ekki sjá sig blessuð miðnætursólin í sólstöðugöngunni í gærkveldi.
11 göngukonur og karlar héldu upp á Lág-Esjuna í mildu og hægu veðri. Fljótlega gengum við upp í þoku, en héldum ótrauð áfram í 500 m hæð. Útsýnið var ekkert en blankalogn.
Gangan og nestispásan tók tvo og hálfan tíma og allir voru sáttir í leiðarlok með góða útivist og hreyfingu.
Sigga


18 júní 2014

Sólstöðuganga

Næsta föstudagskvöld förum við í okkar árlegu sólstöðugöngu, en sólstöður eru laugard. 21. júní kl. 10:51 nákvæmlega.
Við göngum á Smáþúfur í Esju, en gengið er frá mynni Blikdals upp  Lág-Esju.
Þetta er kvöldganga og er mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 20, eða við Krónuna í Mosó kl. 20:20.
Nesti og hlýr klæðnaður.
Spáin er góð :)
Á laugardagsmorgun er ganga frá Heiðmerkurhliði kl. 9.
Sigga

15 júní 2014

Dýrðardagur.

Það var fallegt og bjart veður þegar 19 Fjallafreyjur og Fákar fóru austur í sveitir í gær.
Genginn var 13 km. hringur um fjöll, gil og dali, sem tók tæpa 6 tíma með góðum nestis-og útsýnisstoppum.
Eftir göngu bauð Jónas okkur í kaffi  og pott í sumarbústaðinn sinn
og þá skein sólin skært á okkur.Hafðu bestu þakkir fyrir Jónas :)
Þetta var frábær dagur í góðu veðri, fallegu landslagi og skemmtilegum félagsskap.
Sigga

12 júní 2014

Austur í sveitir

Næsta laugardag verður farið í dagsferð austur í Hrunamannahrepp.
Gengið inn í fallegt gil í Gyldurhaga og upp á Jötufjall. (ca 300 m hækkun)
Gönguleið ca 12-13 km.
Eftir göngu býður Jónas okkur heim í sumarbústaðinn sinn í "kaffi og vínarbrauð" og í heita pottinn.
Muna því að koma með sundföt.
Mæting kl. 9 við  Iðnsk. í Hf., kl. 9:15 við Rauðavatn eða kl. 10:30 við Félagsheimilið á Flúðum.
Nesti.
Sigga

07 júní 2014

Úlfarsfellið

Í dásemdarblíðu gengum við 10 Fjallafreyjur á Úlfarsfellið í morgun. Útsýnið frábært til allra átta. Kaffisopi í góðri laut. Gerist ekki betra. Gangan tók 2 tíma með nesti.
Sigga

05 júní 2014

Úlfarsfell

Við göngum á Úlfarsfellið næsta laugardag. Það spáir bongóblíðu, svo nú er bara að finna stuttbuxurnar og hlýrabolinn. Gengið verður upp við austurenda fjallsins frá Skyggni. Stutt og þægileg ganga.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Skyggni kl. 9:20.
Nesti.
Sigga

03 júní 2014

Helgafellið

var aldeilis frábært núna, 12°C, bjart og logn, það gerist varla betra.  Þegar við vorum að koma okkur í bílana komu svo fyrstu droparnir og síðan hellirigndi á leiðinni í bæinn.  11 mætt í dag og svo á niðurleiðinni mættu við 2 síðbúnum.
Vala