Laugardaginn næsta verður gengið á Hengilssvæðinu: Sporhelludalir. Gengið verður frá Nesjavallaleiðinni 6-7 km stikuð leið í mishæðóttu landslagi. Mikil náttúrufegurð og útsýni. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9.15.
Vala
29 ágúst 2019
27 ágúst 2019
María áttræð
Þessi frábæra Fjallafreyja er áttræð í dag.
Innilegar hamingjuóski með daginn þinn frá Fjallafreyjum og Fákum.
Innilegar hamingjuóski með daginn þinn frá Fjallafreyjum og Fákum.
22 ágúst 2019
Sólarhringur
Á laugardaginn verður genginn "Sólarhringurinn", en það er stikuð leið uppi á Vífilstaðahlíðinni, frekar seinfarin þar sem hún er á köflum grýtt og einnig tefur lúpínan för. Ætla má að gangan taki um 3 1/2 klst Mæting við Tækniskólann í Hf. kl 9 eða á stóra malbikaða bílaplaninu við Vífilstaðahlíðana kl. 9.05 (ekið inn í Heiðmörkina við Maríuhella).
Vala
Vala
08 ágúst 2019
Rauðavatn-Hafravatn
Næstkomandi laugardag verður genginn 5. áfangi í vatnaþema; frá Rauðavatni að Hafravatni, heilsum uppá Reynisvatn og Langavatn á leiðinni. Þetta ætti að vera um 10 km langt og að mestu á slóðum (misgóðum þó) Mæting eingöngu við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9. ATH 2 í bíl.
Vala
Vala
Við Rauðavatn |
Hafravatn |
05 ágúst 2019
02 ágúst 2019
Undirhlíðar
Næsta laugardag verður gengið hjá Undirhlíðum.
Mæting við Tækniskólann í Hf. kl. 9 eða á bílastæðinu við Kaldársel kl. 9:10.
Gangan tekur ca 2 tíma.
Sigga
Mæting við Tækniskólann í Hf. kl. 9 eða á bílastæðinu við Kaldársel kl. 9:10.
Gangan tekur ca 2 tíma.
Sigga
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)