25 júlí 2019

Fögruflatarhorn

Næsta laugardag er ætlunin að fara á Fögruflatarhorn, gæti þó breyst þar sem veðurspáin er ókræsilegt. Fögruflatarhorn er í vestanverðum Sveifluhálsi, ekið er eftir Djúpavatnsleið að Katli, gengið upp með honum og síðan hlíðin þveruð og út á hornið. Mjög margt ber fyrir auga á þessari leið sem er um 7,5 km löng og gæti tekið 3 1/2 til 4 tíma. Uppsöfnuð hækkun er um 300 m en þó aldrei langir samfelldir kaflar. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann i Hafnarfirði kl. 9.
ATH fylgist með hér á síðunni, verði breyting kemur hún fram síðdegis á morgun föstudag.
Vala

Fögruflatarhorn fyrir miðju


Háhitasvæði við Hettu

18 júlí 2019

Á Hekluslóðum

Næsta laugardag förum við í dagsferð inn í Haukadal undir Heklurótum. Gitta og Maggi taka á móti okkur í bústaðnum sínum. Gengið í fögru umhverfi frá bústaðnum.
Nesti.
Sigga

11 júlí 2019

Þyrilsnes

Á laugardaginn verður farið á Þyrilsnes í Hvalfirði. Genginn verður um 7 km hringur á nesinu og umhverfið skoðað. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9.15.
Vala

Þyrilsey, Hvalfell f. miðju

Þyrill

Þyrilsnes

04 júlí 2019

Elliðavatn-Rauðavatn

Næsta laugardag förum við 4. áfangannn í vatnaþema; Elliðavatn-Rauðavatn. Leiðin er um 7 km löng, en við munum gefa okkur góðan tíma til að skoða okkur um í Rauðhólunum svo eitthvað bætist við þar. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9. ATH 2 í bíl.
Vala
Elliðavatn

Rauðhólar

Rauðavatn

01 júlí 2019

Helgafell

Á morgun þriðjudag kl. 17.30 frá nýja bílastæðinu fyrir Helgafellið,
Vala