27 júní 2019

Tröllafoss

Nk. laugardag göngum við upp með Leirvogsá í Mosfellssveit og að Tröllafossi. Stiklum eða vöðum yfir ána fyrir ofan fossinn og göngum svo niður með ánni niður að Hrafnhólum.
5-6 km hringur.
Mæting við Iðnsk./Tæknisk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Sigga
Tröllafoss

24 júní 2019

Grindarskörð, jónsmessuganga

Jónsmessuganga verður upp í Grindarskörð þriðjud. 25. júní.
Mæting kl. 21 við Iðnsk/Tæknisk. í Hf.
Sigga

19 júní 2019

Galtafell í Hrunamannahreppi

Næsta laugardag verður farin dagsferð austur í Hreppa.
Gengið uppá Galtafell frá Hrunalaug, framhjá Hólahnjúkum og að Hrepphólakirkju.
200 m hækkun, 11 km og tekur 4-5 tíma.
Eftir göngu farið á Farmers Bistro á Flúðum og borðað þar af hlaðborði.
Möguleiki að fara í Gömlu laugina ef áhugi er fyrir hendi.
Mæting við Iðnsk/Tæknisk. í Hf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Sigga
Séð yfir Miðfellshverfið að Galtafelli

Við Hrunalaug

13 júní 2019

Háibjalli-Snorrastaðatjarnir

Næsta laugardag verður farið að Háabjalla og Snorrastaðatjörnum. Ekið frá Grindavíkurvegi eftir línuvegi að Háabjalla og gengið þaðan að tjörnunum. Þetta er ekki mikil ganga og munum við gefa okkur góðan tíma til að skoða þessa fallegu náttúru sem þarna er. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala

Snorrastaðatjarnir

Háibjalli í fjarska

07 júní 2019

Sléttuhlíð

Næsta laugardag verður gengið um Sléttuhlíð í Hafnarfirði.
Mæting við Iðnsk/Tæknisk. í Hf. kl. 9
Sigga