30 maí 2019

Vífilstaðavatn-Elliðavatn

Nú er komið að þriðja áfanga í vatnaþema. Gengið verður frá Vífilstaðavatni að Elliðavatni, áætluð gönguvegalengd um 9 km. Leiðin meðfram Grunnavatni er frekar úfin, en að öðru leiti er þetta þægilegt. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9. ATH 2 í bíl.
Vala

Vífilstaðavatn

Grunnavatn

Við Elliðavatn

23 maí 2019

Hestvík- Eldborg við Þingvallavatn

N.k. laugardag höldum við í Grafninginn. Gengið verður frá Hestvík að afar fallegri Eldborg. Umhverfi Þingvallavatns er mjög fallegt á þessum slóðum. Þetta ætti að vera þægileg ganga. Dagsferð. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9.15. 
Vala



16 maí 2019

Mosfellsbær

Næsta laugardag göngum við í Mosfellsbæ. Gengið verður á Reykjafjall, þaðan á Æsustaðafjall og gegnum Skammadal og í Sumarkinn.
Gönguhækkun ca. 200 m og þetta er um 8 km. hringur.
Mæting við Iðnsk/Tæknisk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Sigga
Í Sumarkinn

Séð inn í Skammadal af Reykjafjalli

09 maí 2019

Hvaleyrarvatn-Vifilstaðavatn

Næsta laugardag verður genginn 2. áfangi í vatnaþema. Gengið verður frá Hvaleyrarvatni, um Gráhelluhraun að Urriðavatni/Urriðakotsvatni, eftir Berklastíg að Vífilstaðavatni. Þetta ætti að vera um 8 km leið í að mestu íslensku landslagi, svo gönguskór koma að góðum notum. ATH bara 2 í bíl svo hægt sé að flytja fólk milli upphafs- og endastaða. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.

Hvaleyrarvatn

Í Gráhelluhrauni

Á Berklastíg

06 maí 2019

Helgafell

Á morgun þriðjudag kl. 17.30 frá nýja bílastæðinu fyrir Helgafellið,
Vala

04 maí 2019

Kjalarnes

20 mættu í göngu um Kjalarnesið í dásemdarveðri.
8 km og tæpir 3 tímar.



02 maí 2019

Kjalarnes

Næsta laugardagsganga verður á Kjalarnesi. Genginn falleg leið meðfram ströndinni að Nesvík og uppá Borgarhóla. Léttur og skemmtilegur hringur, 7.5 km.
Mæting við Iðnsk./'Tæknisk. í Hf. kl. 9, Krónuna í Mosfellsbæ kl. 9:20 eða við sundlaugina á Kjalarnesi kl. 9:30.
Sigga
Borgarhólar
Add caption