N.k. laugardag verður genginn um 7,5 km hringur í Sundvörðuhrauni (vestan við Bláa lónið), farið verður um Árnastíg, Brauðstíg, Tyrkjabyrgi og Eldvörp. Þarna er margt að sjá, en hluti leiðarinnar er mjög grófur yfirferðar eins og oft vill vera í hrauni, þess vegna er nauðsynlegt að vera vel skóaður. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 4-5 klst og þar af ganga um 3 klst. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
25 apríl 2019
18 apríl 2019
Ástjörn - Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 20. apríl verður farinn fyrsti áfangi í vatnaþema. Genginn um 8 km hringur frá Ásvöllum og má reikna með 2 1/2 - 3 tímum. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða að Ásvöllum (milli Haukahúss og sundlaugar) kl. 9.05.
Vala
Vala
15 apríl 2019
Helgafell - Aflýst
Vegna leiðinda veðurspár á morgun þriðjudag er göngunni á Helgafellið AFLÝST !
Vala
Vala
11 apríl 2019
ATH breyting
Vegna veðurs verður næstu tveim göngum víxlað, Ástjörn-Hvaleyrarvatn verður laugardaginn 20. apríl n.k., en 13. apríl verður gengið í Smalaholtinu við Vífilstaðavatn. Gengið í 1-2 klst. eftir veðri.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
07 apríl 2019
Sóla sextug
Innilegar hamingjuóskir með sextugsafmælið elsku Sóla.
Kærar kveðjur frá Fjallafreyjum og Fjallafákum
Kærar kveðjur frá Fjallafreyjum og Fjallafákum
05 apríl 2019
Heiðmörk
Heiðmerkurganga á morgun, laugard. 6. apríl.
Mæting við gönguhliðið í Heiðmörk, Vífilstaðahlíð kl. 9.
Sigga
Mæting við gönguhliðið í Heiðmörk, Vífilstaðahlíð kl. 9.
Sigga
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)