25 apríl 2019

Eldvörp - Tyrkjabyrgi

N.k. laugardag verður genginn um 7,5 km hringur í Sundvörðuhrauni (vestan við Bláa lónið), farið verður um Árnastíg, Brauðstíg, Tyrkjabyrgi og Eldvörp.  Þarna er margt að sjá, en hluti leiðarinnar er mjög grófur yfirferðar eins og oft vill vera í hrauni, þess vegna er nauðsynlegt að vera vel skóaður. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 4-5 klst og þar af ganga um 3 klst.  Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala



18 apríl 2019

Ástjörn - Hvaleyrarvatn

Laugardaginn 20. apríl verður farinn fyrsti áfangi í vatnaþema.  Genginn um 8 km hringur frá Ásvöllum og má reikna með 2 1/2 - 3 tímum.  Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða að Ásvöllum (milli Haukahúss og sundlaugar) kl. 9.05.
Vala

15 apríl 2019

Helgafell - Aflýst

Vegna leiðinda veðurspár á morgun þriðjudag er göngunni á Helgafellið AFLÝST !
Vala

11 apríl 2019

ATH breyting

Vegna veðurs verður næstu tveim göngum víxlað, Ástjörn-Hvaleyrarvatn verður laugardaginn 20. apríl n.k., en 13. apríl verður gengið í Smalaholtinu við Vífilstaðavatn.  Gengið í 1-2 klst. eftir veðri.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala

07 apríl 2019

Sóla sextug

Innilegar hamingjuóskir með sextugsafmælið elsku Sóla.
Kærar kveðjur frá Fjallafreyjum og Fjallafákum

05 apríl 2019

Heiðmörk

Heiðmerkurganga á morgun, laugard. 6. apríl.
Mæting við gönguhliðið í Heiðmörk, Vífilstaðahlíð kl. 9.
Sigga