Á fallegum haustdegi mættu 15 Fjallafreyjur til göngu á Úlfarsfell. Veðrið lék við okkur og útsýnið frábært. Gengnir voru rúmir 6 km og hækkun var um 250 m.
Sigga
22 september 2018
21 september 2018
Úlfarsfell
Göngum á Úlfarsfell næsta laugardag. Róleg og þægileg uppganga upp frá Hamrahlíðarskógi og niður norðanmegin.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða skógræktina við Hamrahlíð kl. 9:15.
Tekur ca 2 tíma.
Góð veðurspá.
Sigga
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða skógræktina við Hamrahlíð kl. 9:15.
Tekur ca 2 tíma.
Góð veðurspá.
Sigga
Útsýnið af Úlfarsfelli: Helgafell, Móskarðshnjúkar og Skálafell. |
Á góðum degi á toppi Úlfarsfells |
16 september 2018
Þingvallaferð
Veðrið lék við okkur 14 Fjallafreyjur á Þingvöllum í gær. Náttúran skartaði sínu fegurstu litum og vatnið var fagurblátt.
Gengið var meðfram vesturbakka vatnsins, niður á nes þar sem nokkrir sumarbústaðir voru og svo til baka. Gangan var ca 6 km og tók rúma 2 tíma.
Góður dagur með góðum konum.
Sigga
Gengið var meðfram vesturbakka vatnsins, niður á nes þar sem nokkrir sumarbústaðir voru og svo til baka. Gangan var ca 6 km og tók rúma 2 tíma.
Góður dagur með góðum konum.
Sigga
13 september 2018
Haustlitaferð á Þingvöll
Næsta laugardag verður farið til Þingvalla þar sem haustlitirnir skarta sínu fegursta um þetta leytið.
Gengið meðfram Þingvallavatni.
Áætlaður tími 4-5 tímar með nesti og ferðum.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Veðurspáin er góð.
Sigga
Gengið meðfram Þingvallavatni.
Áætlaður tími 4-5 tímar með nesti og ferðum.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Veðurspáin er góð.
Sigga
06 september 2018
Skógarganga
Næsta laugardag verður genginn 8 km hringur frá Borgarstjóraplani í Heiðmörk, góðir stígar og að mestu skjólgott. Nú eru skógarnir óðum að "taka lit" og að verða algjör veisla fyrir augað. Reikna má með 2 1/2 klst í göngu og nesti. Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
Vala
03 september 2018
Helgafell
Síðasta ganga Fjallafreyja á Helgafellið þetta árið verður á morgun þriðjudag. Lagt af stað frá Kaldárseli kl. 17.30.
Vala
Vala
01 september 2018
Hrauntunguskógur
Það er alltaf mjög gaman að fara um í Hrauntunguskógi, mikill gróður og fjölbreytt fuglalíf, hraunið puntar nú líka heilmikið uppá. Þarna eru stikaðar leiðir, en samt mjög vandratað. Eingöngu 2 mættu í dag og gengu 3,7 km á 2 klst, en yfirferðin var mjög hæg þar sem margt var að skoða og eins er mjög seinfarið þarna um. Hægt er þó að velja þægilegri leiðir.
Vala
Þorbjarnarstaðaborg og Stórhöfði |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)