Kænugöngur hefjast næsta laugardag kl. 10 og verða á hverjum laugardegi fram í april 2018.
Gengið í ca klukkutíma og síðan kaffi og rúnstykki í Kænunni Hf. á eftir.
Sigga
12 október 2017
07 október 2017
Þorlákshöfn
Við áttum góða
heimsókn til Þorlákshafnar í dag.
24 Fjallafreyjur fóru af stað kl. 10 frá Hafnarfirði og voru komnar til Þorlákshafnar kl. 11, þar sem við hittum fararstjórann okkar, hana Ágústu Ragnarsdóttur. Hún leiddi okkur skemmtilega leið að vitanum og á bergið, þar sem brimaldan dundi á klettunum. Stórkostleg sjón.
Eftir gönguna var farið á Svarta Sauðinn og þar tóku Kata og Tony á móti okkur með gæðalegum mat.
Þar á eftir var gengið um bæinn, skrúðgarðurinn heimsóttur og leikskólinn, en lóðin þar var sérdeilis skemmtileg og falleg. Þar á eftir heimsóttum við íþróttahúsið og sundlaugina en þar er glæsileg aðstaða fyrir bæjarbúa og gesti. Síðan var gengið að kirkjunni og þaðan að kaffi og listahúsinu Hendur í Höfn. Þar ttók Dagný húsráðandi á móti okkur og sagði okkur sína sögu og kaffihússins. Þar var margt skemmtilegra muna og glerlistar og við fengum okkur kaffi og þá bestu súkkulaði köku sem ég hef fengið.
Góðum degi lauk þar um kl. 15:30 og við sluppum við rigningu en nokkur vindur var sem kom ekki að sök.
Takk fyrir samveruna.
Sigga
Ps. Þetta var seinasta skipulagða ganga ársins og næsta laugardag verður gengið frá Kænunni í Hf. kl. 10
24 Fjallafreyjur fóru af stað kl. 10 frá Hafnarfirði og voru komnar til Þorlákshafnar kl. 11, þar sem við hittum fararstjórann okkar, hana Ágústu Ragnarsdóttur. Hún leiddi okkur skemmtilega leið að vitanum og á bergið, þar sem brimaldan dundi á klettunum. Stórkostleg sjón.
Eftir gönguna var farið á Svarta Sauðinn og þar tóku Kata og Tony á móti okkur með gæðalegum mat.
Þar á eftir var gengið um bæinn, skrúðgarðurinn heimsóttur og leikskólinn, en lóðin þar var sérdeilis skemmtileg og falleg. Þar á eftir heimsóttum við íþróttahúsið og sundlaugina en þar er glæsileg aðstaða fyrir bæjarbúa og gesti. Síðan var gengið að kirkjunni og þaðan að kaffi og listahúsinu Hendur í Höfn. Þar ttók Dagný húsráðandi á móti okkur og sagði okkur sína sögu og kaffihússins. Þar var margt skemmtilegra muna og glerlistar og við fengum okkur kaffi og þá bestu súkkulaði köku sem ég hef fengið.
Góðum degi lauk þar um kl. 15:30 og við sluppum við rigningu en nokkur vindur var sem kom ekki að sök.
Takk fyrir samveruna.
Sigga
Ps. Þetta var seinasta skipulagða ganga ársins og næsta laugardag verður gengið frá Kænunni í Hf. kl. 10
Hópurinn í upphafi göngu |
Ágústa við minnismerki Auðar djúpúðgu |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)